fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Eyjan

Bogi fastráðinn sem forstjóri Icelandair

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. desember 2018 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bogi Nils Bogason hefur verið ráðinn sem forstjóri Icelandair Group. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til kauphallarinnar. Bogi hefur verið starfandi forstjóri síðan að Björgólfur Jóhannsson steig til hliðar að eigin frumkvæði, til að axla ábyrgð á slæmu gengu fyrirtækisins misserin á undan.

Í tilkynningu segir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair:

„Þegar Björgólf­ur Jó­hanns­son lét af störf­um hóf stjórn fé­lags­ins sam­stund­is fag­legt ferli við leit að eft­ir­manni hans. Capacent á Íslandi og alþjóðlega ráðning­ar­fyr­ir­tækið Spencer Stu­art aðstoðuðu við leit­ina. Það kom skýrt fram í þessu ferli hversu virt og þekkt vörumerki Icelanda­ir er um all­an heim og ánægju­legt að finna þann áhuga sem marg­ir mjög hæf­ir ein­stak­ling­ar, bæði ís­lensk­ir og er­lend­ir, sýndu starf­inu. Það var af­drátt­ar­laus niðurstaða stjórn­ar að Bogi Nils sé hæf­asti ein­stak­ling­ur­inn í starfið. Hann gjörþekk­ir fyr­ir­tækið, hef­ur skýra framtíðar­sýn og er vel til þess fall­inn að stýra því til móts við nýja tíma.“

Bogi Nils sagði það heiður að fá að leiða þann frábæra hóp starfsmanna sem starfi hjá félaginu:

 „Við erum stolt af þeim sessi sem við skip­um í hug­um lands­manna og vilj­um standa und­ir því trausti sem okk­ur hef­ur verið sýnt í gegn­um árin. Fram und­an eru bæði spenn­andi og krefj­andi tím­ar fyr­ir fé­lagið, sem kalla á skýra framtíðar­sýn og hag­kvæm­an rekst­ur. Icelanda­ir Group hef­ur styrk­ar stoðir sem byggt verður á til sókn­ar á næstu miss­er­um.“

 

Bogi Nils var fram­kvæmda­stjóra fjár­mála Icelanda­ir Group frá októ­ber 2008. Þar áður var hann fram­kvæmda­stjóri fjár­mála hjá Ask­ar Capital 2007 til 2008 og fram­kvæmda­stjóri fjár­mála hjá Icelandic Group 2004 til 2006. Hann var end­ur­skoðandi og meðeig­andi hjá KPMG á ár­un­um 1993 til 2004.

Bogi Nils er fædd­ur árið 1969 og er viðskipta­fræðing­ur frá Há­skóla Íslands og lög­gilt­ur end­ur­skoðandi. Hann er kvænt­ur Björk Unn­ars­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræðingi og eiga þau þrjú börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“
Eyjan
Í gær

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar