fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Eyjan

Meirihluti landsmanna hlynntur afsögn sexmenninganna – Flestir vilja að Gunnar Bragi segi af sér

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. desember 2018 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Á milli 74% og 91% Íslendinga eru hlynnt afsögn alþingismannanna sex í kjölfar umdeildra samskipta sem hljóðritaðar voru þann 20. nóvember síðastliðinn. Flestum finnst að Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins eigi að segja af sér en næstum jafn háu hlutfalli finnst að Bergþór Ólason eigi einnig að gera það. Þetta kemur fram í könnun Maskínu.

Rétt innan við þremur af hverjum fjórum finnst að Anna Kolbrún Árnadóttir, einnig þingmaður Miðflokksins, eigi að segja af sér þingmennsku en það er lægsta hlutfallið. Það er því ljóst að í öllum tilvikum finnst miklum meirihluta landsmanna að þingmennirnir ættu að hverfa til annarra starfa.

Í öllum tilvikum eru konur hlynntari afsögn þingmannanna en karlar. Þeir sem eru eldri en 50 ára eru umburðarlyndari gagnvart því að þingmennirnir séu áfram á þingi því 8-16% þeirra eru andvíg því að þeir segi af sér en 2-10% í öðrum aldurshópum.

Rúmlega 61% Íslendinga hefur aldrei orðið vitni að umræðu líkt og þeirri sem umræddir þingmenn tóku þátt í, á síðastliðnum 12 mánuðum, en rúmlega 8% hafa oft orðið vitni að samskonar umræðu. Íslendingar á aldrinum 18-29 ára er líklegastir til þess að hafa orðið vitni að slíkri umræðu og fólk 60 ára og eldra ólíklegast.

Svarendur voru 1.311 talsins o g komu úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópurfólks (e. panel) dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru af báðum kynjum, allsstaðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Könnunin fór fram dagana 30. nóvember – 3. desember 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“
Eyjan
Í gær

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar