fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Eyjan

Einn af hverjum tíu Íslendingum vildi að Klaustursupptökurnar hefðu aldrei komið í ljós

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. desember 2018 15:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt könnun Maskínu þykir einum af hverjum tíu Íslendingum það röng ákvörðun að fjölmiðlar hafi birt fréttir upp úr Klaustursupptökunum. Líkt og Eyjan greindi frá í dag er meirihluti þjóðarinnar hlynntur afsögnum þingmannanna sex sem náðust á upptöku á Klaustur bar og vilja flestir að Gunnar Bragi Sveinsson, sem var þingflokksformaður Miðflokksins, segi af sér.

Samræður þingmannanna sex fór fram á opinberum stað, en voru teknar upp án vitundar þeirra. Milli 86% og 87% Íslendinga finnst það hafa verið rétt ákvörðun fjölmiðla að birta upplýsingarnar úr upptökunni á móti rúmlega 10% sem þótti ákvörðunin röng.

Marktækur munur er á viðhorfi karla og kvenna, en konum finnst ákvörðunin hafa verið rétt í um 90% tilvika samanborið við rúmlega 83% karla.

Kjósendur Miðflokksins skera sig einnig mikið úr, því um 92% þeirra finnst ákvörðunin röng, að birta fréttir úr upptökunni. Lang lægst hlutfall þeirra sem kusu Miðflokkinn í síðustu alþingiskosningum kalla eftir afsögn sexmenningana.

Fá ekki þingfararkaup í leyfinu

Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, fá ekki þingfararkaup á meðan þeir eru í leyfi frá Alþingi. Líkt og Eyjan greindi frá á föstudaginn kom það fram í bréfi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, að þeir áformuðu að taka sér leyfi frá þingstörfum vegna ummæla þeirra á Klaustur Bar miðvikudagskvöldið 20. nóvember síðastliðinn.

Gunnar Bragi og Bergþór eru sem þingmenn með yfir 1,3 milljón krónur í mánaðarlaun. Þar sem þeir forfallast ekki heldur eru í leyfi fá þeir ekki greitt þingfararkaup, líkt og kemur fram í lögum um þingfararkaup og hefur Eyjan fengið það staðfest hjá Helga Bernódussyni, skrifstofustjóra Alþingis.

Þingmenn fá greidd laun fyrir fram. Þar sem Sigmundur Davíð sagði í bréfi sínu að þeir hygðust fara í leyfi, þá þýðir það að þeir Gunnar Bragi og Bergþór fá greidd laun fyrir desembermánuð, sem og desemberuppbót, um 180 þúsund krónur aukalega.

Varaþingmenn verða kallaðir inn í staðinn fyrir þá tvo, varaþingmenn fá greitt fullt þingfararkaup.

 

Sjá einnig: Kölluðu Ingu Sæland klikkaða kuntu – „Hún getur grenjað um þetta en getur ekki stjórnað“

Sjá einnig: Mikill munur á orðræðu Gunnars fyrir og eftir birtingu

Sjá einnig: Gunnar Bragi og Bergþór óvelkomnir á Bessastaði – Vandræðalegt andrúmsloft

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“