fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Eyjan

Drífa Snædal: „Er starf forsætisráðherra í alvöru 6-7 sinnum mikilvægara en umönnunarstarf?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. desember 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur lagt fram nýtt frumvarp sem ætlað er að taka á launum þess hóps er áður féll undir kjararáð, sem lagt var af á þessu ári. Verða laun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna því bundin í lög, sem endurskoðuð verða árlega.

Forysta Alþýðusambands Íslands gagnrýnir þetta fyrirkomulag í pistli á heimasíðu ASÍ:

„Kjararáð var lagt niður og nú er ljóst hverju er ætlað að taka við. Svo við reynum að byrja á jákvæðu nótunum þá verða ákvarðanir gagnsærri og bundnar ákveðnum tímapunkti en ekki nánast handahófskenndar eins og ákvarðanir kjararáðs voru gjarnan. Það er gott. Þær ofurhækkanir sem kjararáð hefur úrskurðað um síðustu ár munu hins vegar halda sér og festast í lög. Það er frekar holur hljómur í því þegar kjörnir fulltrúar gagnrýndu ofurhækkanir kjararáðs fyrir sjálfa sig en ætla nú að lögfesta þessar sömu hækkanir í staðinn fyrir að vinda ofan af þeim nú þegar valdið er komið í þeirra hendur.“

Tíföld lágmarkslaun

Í pistlinum er gagnrýnt að æðstu ráðamenn séu með há laun og spurt hvort störf þeirra séu jafn mikilvæg og störf þeirra sem eru minna borguð:

„Ef frumvarpið verður samþykkt er forseti Íslands með 10-11 föld lágmarkslaun ríkisstarfsmanna. Forsætisráðherra og aðrir ráðherrar eru með 6-7 föld lágmarkslaun ríkisstarfsmanna en þingmenn eru með ferföld lágmarkslaun. Ef laun eiga að kristalla ábyrgð og mikilvægi starfa gegnir forsetinn því 10-11 sinnum mikilvægara og ábyrgðameira starfi en starfsfólk í ræstingum og umönnun. Er það sanngjarnt?

Samkvæmt frumvarpinu á fjármálaráðherra að taka ákvarðanir um laun kjörinna fulltrúa, sáttasemjara, seðlabankastjóra, saksóknara og dómara út frá hækkunum á reglulegum launum starfsmanna ríkisins undangengið ár. Þarna erum við aftur lent í meðaltalsgildrunni án þess að taka afstöðu til launasetningar almennt og æðstu embættismenn tryggja að allt launaskrið hjá hinu opinbera skili sér örugglega til þeirra. Tækifærið til að taka launaákvarðanir út frá jöfnuði er látið ónotað og það á að skauta fram hjá umræðunni um launasetningu almennt. Þessu til viðbótar hafa lægstu tekjurnar tekið á sig aukna skattbyrði frá 1990.

Ákvarðanir um hæstu laun hafa verið tekin af manneskjum af holdi og blóði og manneskjur geta ákveðið hvað er sanngjarnt og eðlilegt. Laun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verða aldrei slitin úr samhengi við laun annarra og á meðan ríkið sem launagreiðandi semur um laun sem ekki er hægt að framfleyta sér á er ótrúlegt að verið sé að lögfesta margföld laun.

Alþýðusambandið hefur sagt að það sé lágmark að vinda ofan af launum kjörinna fulltrúa og/eða frysta þau til ársloka 2021. Nú er heimilt að taka ákvarðanir um enn eina hækkunina strax í júlí á næsta ári. Við viljum ganga lengra og nýta þetta tækifæri til að ákvarða hvaða launasetning er sanngjörn og réttlát miðað við lægstu laun. Er starf forsætisráðherra í alvöru 6-7 sinnum mikilvægara en umönnunarstarf?“

Þess má geta að laun forsætisráðherra eru rúmar tvær milljónir á mánuði.

Laun forseta ASÍ eru 1,2 milljónir á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“
Eyjan
Í gær

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar