fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Allt að 96% munur á kostnaði heimila við flutning og dreifingu raforku

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. desember 2018 19:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kostnaður við flutning og dreifingu raforku hefur hækkað um 2,6 -19,4% síðan í ágúst 2016. Mest hefur raforkukostnaðurinn hækkað hjá Norðurorku, 19,4% en minnst hjá Rafveitu Reyðarfjarðar, 2,6%. Veitur er eina fyrirtækið sem hefur lækkað sínar gjaldskrár en þar hefur raforkukostnaður lækkað um 6,6%. Á sama tímabili hefur orkusala hækkað um 7,7- 13,4%, mest hefur hún hækkað hjá Orku náttúrunnar um 13,4% en minnst hjá Orkubúi Vestfjarða um 7,7%. Allt að 96% verðmunur er á flutningi og dreifingu raforku milli fyrirtækja en tiltölulega lítill munur er á hæsta og lægsta verði orkusala eða 9,17%.

Þetta kemur fram í úttekt Alþýðusambands Íslands.

Raforkureikningi heimilisins má skipta í tvo hluta. Annars vegar er greitt fyrir flutning og dreifingu raforkunnar til þeirrar dreifiveitu sem hefur sérleyfi á viðkomandi landsvæði og hins vegar er greitt fyrir sjálfa raforkuna til þess sölufyrirtækis sem hver og einn kaupandi velur. Heimili á Reyðarfirði greiðir til dæmis ávallt Rafveitu Reyðarfjarðar fyrir flutning og dreifingu á raforku en getur valið hvar raforkan er keypt. Í neðangreindum dæmum er gert ráð fyrir að heimilið kaupi 4.000 kWst./ári. af raforku frá þeirri dreifiveitu sem hefur sérleyfi á flutningi og dreifingu á viðkomandi landsvæði og þeim sölufyrirtækjum sem stofnuð hafa verið utan um raforkusöluna hjá viðkomandi dreifiveitu.

Orkubú Vestfjarða í dreifbýli með hæsta verðið fyrir flutning og dreifingu á raforku
Mikill verðmunur er á flutningi og dreifingu raforku en heimili sem nýtir 4.000 kW stundir á ári borgar 41.949 kr. hjá Veitum, sem er lægsta verðið en 81.916 kr. hjá Orkubúi Vestfjarða, sem er hæsta verðið en það gerir 96% eða 40.66 kr. verðmun.

Allar raforkuveitur nema ein hafa hækkað verð á raforku síðan í ágúst 2016 en Veitur er eina fyrirtækið sem hefur lækkað gjöld og nemur lækkunin 6,6%. Norðurorka hækkar gjöldin mest eða um 19,4% en gjöldin eru samt sem áður þau þriðju lægstu á landinu. Kostnaður við flutning og dreifingu raforku hjá viðskiptavinum Orkubúi Vestfjarða í dreifbýli hafa hækkað um 12% á tímabilinu og er sú dreifiveita með hæstu gjöldin á landinu. RARIK í dreifbýli er með næst hæstu gjöldin sem hafa hækkað um 8,7% síðan 2016. Heimili í dreifbýli eru því almennt að borga mun hærri gjöld en heimili í þéttbýli. Lægst eru gjöldin hjá Veitum eða 41.949 kr. á ári. Næst lægstu gjöldin eru hjá HS veitu, 44.771 kr. á ári en þar hafa gjöldin hækkað um 9,8%.

Flutningur og dreifing raforku er þjónusta sem heimilin hafa ekkert val um heldur verða að versla við þá dreifiveitu sem hefur einkaleyfi á flutningi og dreifingu á viðkomandi landssvæði. Engin leið er því fyrir viðskiptavini að komast undan verðhækkunum dreifiveitna.

 

Lítil samkeppni milli raforkusala – Orka Náttúrunnar með hæsta verðið
Orkusala er sá hluti raforkukostnaðar sem heimilin hafa val um hvar þau versla en verð á orkusölu hefur hækkað um 7,7-13,4% síðan árið 2016. Mestu verðhækkanirnar eru hjá Orku Náttúrunnar sem hefur hækkað gjaldskrá sína um 13,4% og bjóða nú upp á hæsta verðið eða 31.893 kr. miðað við 4.000 kWst/ári. Næst mesta hækkunin er hjá HS orku, 11% sem býður upp á næst hæsta verðið eða 31.496 kr. miðað við 4.000 kWst/ári.

Minnsta hækkunin er hjá Orkubúi Vestfjarða eða 7,7% en þeir bjóða upp á næst lægsta verðið, 43.896 kr. Orka heimilanna býður upp á lægsta verðið, 43.822 kr. en það fyrirtæki var stofnað á þessu ári og því hafa ekki orðið neinar hækkanir á verðskrá þeirra. Lítill munur er á verðskrám þeirra sjö orkusala sem fólk hefur val um en munur á hæsta og lægsta verði í orkusölu er 9,7% eða 2.678 kr. sem ber þess merki að lítil verðsamkeppni sé á milli aðila á markaði.

Rétt er að vekja athygli á að ákveði heimili að kaupa raforkuna hjá öðru fyrirtæki en því sem sér um flutning og dreifingu á viðkomandi landssvæði, mun raforkureikningur heimilisins berast í tvennu lagi. Einn fyrir flutning og dreifingu og annar fyrir orkusölu. Neytendur ættu því að kynna sér hvort seðilgjald sé innheimt aukalega hjá raforkusalanum og hvort komast megi hjá því t.d. með rafrænum greiðsluseðlum svo kostnaður verði ekki meiri en sem nemur verðmun á milli söluaðila.

Sjá nánar sundurliðaðan kostnað við flutning, dreifingu og orkusölu í töflu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“