fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Eyjan

Sendiherrakapall Davíðs og samtryggingin

Egill Helgason
Sunnudaginn 2. desember 2018 19:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrossakaup af því taginu sem voru gerð þegar Geir Haarde var skipaður sendiherra , og á sama tíma Árni Þór Sigurðsson úr Vinstri grænum, eru ekki beinlínis ný af nálinni.

Gerendur vita sjálfir að þeir eru að framkvæma eitthvað sem mun vekja hneykslun og reiði og jafnvel þykja skammarlegt, en aðferðin er sú að draga stjórnarandstöðuna með inn í málið, eiginlega gera hana samseka, svo hún muni þá ekki æmta eða skræmta.

Ráðning Geirs og Árna er mjög dæmigerð fyrir þetta. Árni hafði ekki einu sinni verið ráðherra, heldur einungis formaður þingflokks um tíma. Valið var þannig mjög óvænt. Eitt sinn var hermt að þumalputtareglan væri sú að þeir sem hefðu verið formenn stjórnmálaflokka – og þá er átt við fjórflokkinn – gætu gert sér vonir um að fá einhvern glaðning eins og að verða sendiherrar.

Annað dæmi um þetta er þegar Davíð Oddsson skipaði fjölda skósveina sinna sem sendiherra árið sem hann var utanríkisráðherra. Þeir voru tíu talsins á þessu eina ári – annað eins hefur ekki gerst í sögu utnríkisþjónustunnar. Þar af var hópur manna sem hafði unnið með Davíð í forsætisráðuneytin, Albert Jónsson, Ólafur Davíðsson og Kristján Andri Sveinsson. Svo voru gamlir bandamenn úr pólitíkinni eins og Júlíus Hafstein og Markús Örn Antonsson. Í utanríkisþjónustunni var ekki nokkur þörf á öllum þessum sendiherrum. Þetta voru dúsur – umbun fyrir fylgispekt.

En úr stjórnarandstöðunni kom Guðmundur Árni Stefánsson. Hann hætti á þingi og var gerður að sendiherra, Davíð sá til þess. Sumir túlkuðu það sem verðlaun fyrir að Guðmundur Árni hafði staðið með hinum umdeildu eftirlaunalögum Davíðs. En það skipti líka máli, upp samtrygginguna að gera, að þarna fékk einn úr stærsta stjórnarandstöðuflokknum að vera með í sendiherrakapalnum. Þannig var á vissan hátt búið að múlbinda umræddan flokk og jafnvel aðra í stjórnarandstöðunni sem gerðu ráð fyrir að geta fengið viðlíka trakteringar í fyllingu tímans.

Enda var þessu furðu lítið mótmælt – miðað við hvað gjörningurinn var bíræfinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist: „Ástandið er orðið gjörsamlega stjórnlaust víða og það kemur nákvæmlega til út af þessu“

Diljá Mist: „Ástandið er orðið gjörsamlega stjórnlaust víða og það kemur nákvæmlega til út af þessu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún lét stjórnarandstöðuna heyra það í óundirbúnum fyrirspurnartíma – „Ég ætla bara að biðja fólk að gæta orða sinna“

Kristrún lét stjórnarandstöðuna heyra það í óundirbúnum fyrirspurnartíma – „Ég ætla bara að biðja fólk að gæta orða sinna“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda

Heiða Björg Hilmisdóttir: Kannski er mér kennt um að Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki til valda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu

Orðið á götunni: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu