fbpx
Mánudagur 24.júní 2019
Eyjan

Gunnar Bragi og Bergþór óvelkomnir á Bessastaði – Vandræðalegt andrúmsloft

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 30. nóvember 2018 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi var haldin árleg þingveisla á Bessastöðum í tilefni af fullveldisdeginum. Þangað mættu flestir þingmenn sem áttu heimangengt, en öllum er boðið venju samkvæmt. Var veislan sveipuð skugga Klaustursupptakanna sem átti fyrirsagnir gærdagsins.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kom inn á í ræðu sinni að þetta hefði verið „erfiður dagur“ fyrir þingið, en hann þótti komast vel að orði um þetta annars erfiða mál.

Samkvæmt heimildum Eyjunnar mun Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hafa komið þeim vinsamlegu ábendingum áleiðis til Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, Miðflokki, að nærveru þeirra væri ekki óskað á Bessastöðum vegna framgöngu þeirra á Klaustur bar í garð kollega sinna.

Virtu tvímenningarnir óskina og mættu ekki í fagnaðinn.

Þangað mættu hinsvegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir, Miðflokki, og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, Flokki fólksins, sem leika misstór hlutverk í upptökunum. Ekki voru allir jafnánægðir með mætingu þeirra, sem er sagt hafa sést á sætavalinu, sem var blessunarlega frjálst. Mun ónefndur þingmaður Flokks fólksins til dæmis ekki hafa yrt á kollega sína allt kvöldið.

Á fundi Flokks fólksins í gær var skorað á þá Ólaf og Karl Gauta um að segja af sér. Eftir fundinn sögðu þeir við Eyjuna að það ætluðu þeir ekki að gera og fóru í kjölfarið á Bessastaði.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum

Meiri agavandamál í íslenskum skólum en á hinun Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn sakar Vilhjálm um að vega að nýlátnum föður sínum

Þorsteinn sakar Vilhjálm um að vega að nýlátnum föður sínum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?

Lögreglan má sekta þig fyrir að ryðjast framfyrir í röð – Vannýtt innheimtutækifæri fyrir ríkissjóð?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Innlend netverslun í miklum vexti

Innlend netverslun í miklum vexti