fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

„Ég dreg engan lærdóm af þessu“

Egill Helgason
Föstudaginn 30. nóvember 2018 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar koma upp mál sem hneyksla er stundum talað um að menn eigi að „læra af þessu“ eða „draga lærdóm“ af því. Staðreyndin er að oftast er þetta bara tal út í loftið, til þess fallið að drepa málum á dreif – og ýta ábyrgð yfir á aðra.

Þannig er þetta líka með samdrykkjuna á Kausturbarnum. Það var strax farið að tala um að menn ættu að „læra af þessu“. En það fylgir ekki með hver lærdómurinn á að vera – að hætta að vera með sóðakjaft undir áhrifum áfengis?

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hnykkti á þessu í viðtali á Stöð 2 í gærkvöldi. Páll var ómyrkur í máli:

„Mér finnst þetta lítilmótleg framkoma, þetta er öllum sem sátu þennan fund þarna til stórskammar, því miður smitast þetta svo yfir á Alþingi,  það eru tæp tíu prósent þingmanna sem eru í þessari samdrykkju. Ég þekki ekki svona talsmáta, hef ég þó stundum verið í lúkar á vertíðarbátum í Vestmannaeyjum, en mér finnst þetta yfirgengilegt og skammarlegt fyrir þetta fólk.

Menn eru að tala um að eigi að draga einhvern lærdóm af þessu eða eitthvað slíkt, ég dreg engan lærdóm af þessu. Ég ber enga ábyrgð á því sem þetta fólk sagði þarna. Ég tek þetta ekki til mín og það á ekki að vera að dreifa þessari ábyrgð og segja að þingið eigi að læra af því. Þetta fólk sem gekk fram með þessum fyrirlitlega hætti  á eitt og sjálft að bera ábyrgð á þessu.“

Páll ræddi líka um ölvunarástand fundarmanna og hvaða afsökun geti falist í því:

„Annars heyrðist mér því miður, get ég sagt, á mæli þessara manna að þeir voru ekkert sérstaklega ölvaðir, og það gerir þetta kannski enn verra. Ég heyrði ekki betur en þeir væru með fullri rænu þegar þeir voru að segja þessa viðurstyggilegu hluti um konur og það er engin afsökun og það er ekkert skjól fyrir þá að segja að þeir hafi verið að drekka og að þeir muni ekki hvað þeir sögðu, þeir bera algjöra og fulla ábyrgð á því sem þeir sögðu þarna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“
Eyjan
Fyrir 2 dögum
Fallinn strompur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Fyrri dómar MDE
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda