fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Þingveisla í kvöld: Hvernig verður stemmingin á Bessastöðum?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er titringur á Alþingi nú þegar fréttist hvernig þingmenn – að minnsta kosti sumir – tala hverjir um aðra. Máski hefur eitthvað svona alltaf tíðkast, en við lifum á tíma snjallsíma og samskiptamiðla – þessi tækni heftir ansi mikið frelsi fólks til að delera.

Og það verður að segjast eins og er að orðfærið í samdrykkjunni á Klausturbarnum var einstaklega óvandað. Og þau voru í raun í kallfæri frá Alþingishúsinu, þaðan og á umræddan bar eru ekki nema fáir metrar.

Í kvöld er þingveisla. Alþingismönnum er boðið í mat og drykk á Bessastaði til forsetans. Hefð er fyrir því að þessi veisla sé 1. desember, en nú er henni flýtt út af hátíðarhöldunum vegna fullveldisafmælisins.

Hvernig ætli stemmingin verði í veislunni í kvöld? Það tíðkast í þessum boðum að gestir geri vel við sig í mat og drykk – drekki jafnvel ótæpilega.  Svo er venja að kveða vísur í þingveislum – hvernig ætli að gangi að finna rímorð við klúrheitin sem hljómuðu á Klausturbarnum? Verða einhverjir með hauspoka?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“