fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Eyjan

Flokkur fólksins vill afsögn Ólafs og Karls Gauta – en varla geta þeir farið í Miðflokkinn?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 22:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á ekki von á miklum afsögnum vegna samdrykkjunnar á Klausturbarnum. Þingmenn reyna yfirleitt að þrauka Íslandi og tekst það með fáum undantekningum. Veislugestirnir eru nokkuð laskaðir vissulega – en svo er spurning hvaða áhrif þetta hefur í þeirra hópi, til dæmis í Miðflokknum. Þar hefur ríkt nokkuð eindregin aðdáun á Sigmundi Davíð og öllu sem hann tekur sér fyrir hendur – mætti jafnvel nota orðið persónudýrkun.

En í Flokki fólksins er þetta að koma öðruvísi út. Veislugestirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason eru á þingi af einni ástæðu – hún er Inga Sæland.Hún dró þá á eftir sér þangað inn í kosningasigrinum í október 2017. Án hennar hefðu þeir ekki átt séns. Þegar þeir baktala hana virka þeir afar vanþakklátir.

Inga skrifar undir yfirlýsingu frá stjórn Flokks fólksins þar sem er skorað á Ólaf og Karl Gauta að segja af sér. Það virkar býsna afdráttarlaust. Þetta verður rætt á fundi hjá flokknum á morgun og þar þurfa þeir félagarnir væntanlega að gera stóra yfirbót ef þeir ætla að fá að halda áfram í flokknum.

Staða þeirra er erfið. En þeir geta hangið á þingsæti sínu þótt þeir fari úr Flokki fólksins. Þeir gætu auðvitað þegið boð Sigmundar Davíðs og Gunnars Braga frá því á Klausturbarnum og gengið í Miðflokkinn. En í ljósi þess sem er á undan gengið myndi það virka mjög ankanalega.

Þeir gætu farið að starfa sem sjálfstæðir þingmenn. En það er líka vandræðalegt. Það myndi seint gleymast að þeir hefðu farið úr flokknum ekki vegna ágreinings heldur vegna dónatals.

Ályktun stjórnar Flokks fólksins er svohljóðandi:

„Stjórn Flokks fólksins samþykkir einróma að skora á alþingismennina Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason að segja af sér þingmennsku ásamt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Stjórn flokksins kemur saman á ný á morgun, 30. nóvember klukkan 14:00, þar sem næstu skref verða tekin.

Fyrir hönd stjórnar flokksins,

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.“

Næstir inn á þing fyrir Flokk fólksins eru Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, sem hefur tjáð sig talsvert um málið í dag, og Heiða Rós Hauksdóttir sem var í öðru sæti í Suðurkjördæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“
Eyjan
Í gær

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar