fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019
Eyjan

Benedikt segir Vinstri græn hafa sótt milljarða til öryrkja til að hjálpa útgerðarmönnum frá örbirgð til auðlegðar um þessi jól

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á aðventunni er fallegt að minnast þeirra sem minnst mega sín. Og þar geta þingmenn VG sannarlega verið stoltir af snemmbúnum afrekum sínum. Þeim tókst með harðfylgi að berja í gegn lækkun á greiðslum í sameiginlega sjóði þjóðarinnar fyrir skjólstæðinga sína.“

Svona hefst pistill Benedikts Jóhannessonar, stærðfræðings og stofnanda Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Í pistlinum fjallar hann um kærleiksríka fólkið í Vinstri grænum sem enginn efast um að rétti þeim hjálparhönd sem verst hafa orðið úti. Það sé yfirlýst markmið VG að færa tekjur í samfélaginu frá þeim sem eru með breiðustu bökin yfir til smælingjanna og nota fjárlögin til þess.

„Formaður VG hóf samtalið við þegnana eins og lenska er í hennar hópi. Að vísu ekki við stjórnarandstöðuna, ekki fiskverkafólk sem hefur misst sína vinnu, ekki öryrkja og alls ekki almenning. Skiljanlega gat VG ekki talað við neina nema sína minnstu bræður. Nei, eins og búast mátti við af þeim sem áður kenndu sig við alþýðuna var ákveðið að smætta vandann með því að einbeita sér að brýnasta máli samfélagsins, erfiðleikum útgerðarmanna.“

Segir Benedikt og bætir við að allir sanngjarnir menn hljóti að sjá hversu þrengt hefur að útgerðarmönnum og ekki er laust við að greina megi hæðni í skrifum hans.

„Nú síðast þarf útgerðin að glíma við lægra olíuverð og veikari krónu. Útgerðarfjölskyldur í sárri neyð neyðast til þess að selja frá sér kvótann (eða láta frá sér hlutabréf eins og sumir segja) og aðeins örfáar hetjur hafsins þreyja enn þorrann. Stórútgerðirnar hafa hver á fætur annarri þurft að endurnýja úreltan flota. Við það lækkaði verulega í bankabókum margra. Engir skilja eins vel og þingmenn VG örvæntinguna sem fólk fyllist þegar bankainnistæðan er komin niður í níu stafa tölu. Fórnfýsi þeirra sem taka að sér að yrkja fiskimiðin, sameign þjóðarinnar, fyrir okkur hin hefur ekki verið metin að verðleikum fyrr en nú, þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð færir útgerðinni örlítinn þakklætisvott.“

Segir Benedikt og bendir á að markaðurinn sé afar hættulegt tæki eins og þingmenn VG og félagar þeirra í systurflokkunum í ríkisstjórninni viti vel.

„Því er mikilsvert að vernda útgerðina fyrir honum. Hann leiðir til hagvaxtar, en forsætisráðherra boðar þá stefnu að hagvöxtur sé liðinn undir lok og ríkisstjórnin hugsar eftir öðrum leiðum: Út frá hagsæld. Það er að segja: Héðan í frá ætla þingmenn VG að vera góðir við þurfalinga. Hagsæld útgerðarmanna er þingmönnum flokksins efst í huga og eðlilegt að ausa af kærleikssjóði þjóðarinnar til þeirra. Sem ábyrgur ríkisstjórnarflokkur veit VG að ekki er hægt að gera allt fyrir alla. Einhvers staðar verður að skera niður á móti. Flokkurinn þurfti ekki að leita lengi þangað til hann fann aflögufæran hóp: Öryrkja. Svo vel vill til að þessi ríkisstjórn hinna lakast settu gat sótt til öryrkja nokkra milljarða króna í fjárlagafrumvarpinu. Þannig munu öryrkjar fyrir milligöngu VG og systurflokkanna stoltir hjálpa útgerðarmönnum að brjótast frá örbirgð til auðlegðar um þessi jól.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Ríki í ríkinu