fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Inga Sæland svarar – „Miðflokkurinn getur étið það sem úti frýs, við erum ekki að fara í eina sæng með þeim“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 21:58

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er afar ósátt við framgöngu þingmanns Miðflokksins. Var hún af Bergþóri Ólasyni uppnefnd klikkuð kunta. Þá sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, um formanninn sinn:

„Ólafur er örugglega sammála mér að Inga Sæland getur þetta ekki.“

Voru þessi ummæli og fleiri látin falla á veitingastað en þeir vissu ekki að verið væri að taka þátt upp.

DV hefur undir höndum upptökurnar sem bárust nafnlaust á ritstjórn. Margt sem þar kemur fram er einkamál þingmannanna en annað á erindi við almenning. Viðstaddir voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, sem öll eru í Miðflokknum, og svo Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins. Á upptökunum má heyra þingmenn úr bæði Flokki fólksins og Miðflokknum ræða mjög tæpitungulaust um stjórnmál og stjórnmálamenn. Var einnig verið að reyna að fá þessa tvo þingmenn Flokks fólksins til að ganga til liðs við Miðflokkinn, á fundinum var Ólafi boðið fjórum sinnum að verða þingflokksformaður Miðflokksins. Og þá fékk Inga Sæland fyrir ferðina og komu félagar hennar í Flokki fólksins henni ekki til varnar.

DV hafði samband við Ingu Sæland vegna ummæla Bergþórs. Hún vildi ekki tjá sig um þau að svo stöddu og kvaðst vilja kynna sér málið nánar og fá að melta framgöngu sinna þingmanna. Hún kvaðst hafa heyrt af tilboði Miðflokksins til Ólafs sem borið var upp fjórum sinnum. Gunnar Bragi Sveinsson tjáði sig við DV og sagði að um grín hefði verið að ræða og engin alvara að baki. Um þetta sagði Inga Sæland:

 „Miðflokkurinn getur étið það sem úti frýs, við erum ekki að fara í eina sæng með þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins