fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Eyjan

Ekki gert ráð fyrir rafmagnsbílum á Hafnartorgi – í nýjasta og stærsta bílakjallara landsins

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um rafbílavæðingu í gærkvöldi. Hún gengur í raun furðu hægt fyrir sig á Íslandi – ef miðað er til dæmis við Noreg. Í þættinum sagði að við á Íslandi værum ekki tilbúin fyrir rafbílavæðingu.

Undir hinu nýbyggða Hafnartorgi í Reykjavík verða 1160 bílastæði. Ætli það sé ekki örugglega stærsta bílastæðahús landsins? Það verður opnað um áramótin. Menn greinir reyndar á um hversu góð hugmynd það er frá skipulags- og umhverfissjónarmiði, en það er semsagt gert ráð fyrir að fólk komi á bílum til að versla á Hafnartorgi – rétt eins og um Kringluna eða Smáralind væri að ræða.

En svo eru líka stæði fyrir íbúana í húsunum. Þau verða leigð út – sagt er að þau dýrustu muni kosta um 70 þúsund krónur á mánuði.

Annað vekur athygli. Í frétt sem birtist í Morgunblaðinu um daginn og fjallaði um þessi miklu mannvirki segir beinlínis að ekki sé gert ráð fyrir því að hægt sé að hlaða rafmagnsbíla í þessum gríðarlegu bílakjöllurum.

„Það fylg­ir öll þjón­usta með þess­um stæðum en það er ekki gert ráð fyr­ir raf­hleðslu eða neinu slíku,“ segir rekstrarstjóri hússins í fréttinni.

Nú spyr maður – gleymdu menn því að ætlun stjórnvalda er að rafbílar verði regla fremur en undantekning innan fárra ára, er umhverfisvitundin svona slöpp eða var bara verið að spara?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Í gær

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“
Eyjan
Í gær

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda