fbpx
Mánudagur 17.júní 2019
Eyjan

Frábær jólaköttur – asinn að byrja jólin

Egill Helgason
Sunnudaginn 25. nóvember 2018 22:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að segjast eins og er – jólakötturinn á Lækjartorgi er ótrúlega flottur. Með rauðar glyrnur, vígtennur, svartur og hniprar sig saman eins og til árásar. Og þegar dimmir er hann glæsilega upplýstur. Þetta er frábær hugmynd og útfærslan ekki síðri.

En mikið koma jólin snemma þetta árið. Hér í eina tíð var aldrei kveikt á Oslóarjólatrénu á Austurvelli fyrr en annan sunnudag í aðventu. Það var reglan. Jólatíðin byrjaði á aðventunni og svo stóðu jólin fram á þrettándan.

Nú byrjar þetta um miðjan nóvember með jólaljósum, jólabjór og jólahlaðborðum. Strax á annan í jólum eru margir komnir með gjörsamlega nóg og geta ekki beðið eftir því að rífa niður ljósin og skrautið.

En þá er mest þörf á því, í svartasta skammdeginu, fram að þrettándanum.

Það er auðvitað kaupmennskan sem gerir þetta svona tryllt. Jóladótinu er stillt upp í Kringlunni, Smáralind og Costco snemma í nóvember og þá hefst glymjandinn um að fólk sé að missa af einhverju – að það verði of seint ef það byrjar ekki strax.

Líklega stoðar lítt að tuða yfir þessu, það má þó andæfa aðeins. Í fyrra var talað um að yrðu „stærstu jól“ allra tíma, neyslan og kaupgleðin myndi slá öll met. Einhver svona umræða fer reyndar í gang um öll jól. Það er næstum eins og fólk sé að bregðast ef það stendur sig ekki sem kaupendur og neytendur. Og þá þarf auðvitað að byrja nógu snemma.

Ákveðnar vonir standa til að jólin verði ekki alveg jafn „stór“ í ár. Þau gætu samt orðið ljómandi góð.

 

,

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Umsóknum í HR fjölgar um 10%

Umsóknum í HR fjölgar um 10%
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Maður vinnur ekki ef maður spilar við eiganda spilavítisins

Maður vinnur ekki ef maður spilar við eiganda spilavítisins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Benedikt gagnrýnir hæfisnefnd um stöðu seðlabankastjóra – „Þetta er í hæsta máta óeðlilegt“

Benedikt gagnrýnir hæfisnefnd um stöðu seðlabankastjóra – „Þetta er í hæsta máta óeðlilegt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole segir það alvarleg mistök að hafa látið WOW air falla – Spyr hvort oddvitar ríkisstjórnarinnar séu eftirsóttir í stjórnir fyrirtækja

Ole segir það alvarleg mistök að hafa látið WOW air falla – Spyr hvort oddvitar ríkisstjórnarinnar séu eftirsóttir í stjórnir fyrirtækja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Ingi samþykkir breytingar á úthlutunum til sveitarfélaga

Sigurður Ingi samþykkir breytingar á úthlutunum til sveitarfélaga