fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Telur að skoðanafrelsi fólks hafi hrakað mikið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 24. nóvember 2018 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti lögmaður Einar Gautur Steingrímsson telur að endurnýja þurfi rétt manna til skoðana og skoðanaskipta. Telur hann að tjáningarfrelsinu hafi hnignað mjög undanfarið. Þetta kemur fram í stuttum pistli Einars sem ber yfirskriftina „Mannréttindi“. Einar telur að við þurfum að fara aftur til upphafsins og hvaða mannréttindi hafi upphaflega verið að verja í stjórnarskrám. Fólk verði að umbera gagnrýni á almenn viðhorf almennings:

Mannréttindi
Upphaflega lutu mannréttindi fyrst og fremst að því að njóta trúfrelsis og tjáningarfrelsis. Þannig var stjórnarskráin frá 1874 og stjórnarskrár margra Evrópuríkja á þeim tíma. Jafnrétti gekk út á afnám forréttinda eins og aðalsmanna. Slíkt ákvæði var einnig í stjórnarskránni frá 1874. Að miklu leyti gengu mannréttindi út á að vernda menn gegn ríkisvaldinu og fyrir að þurfa að aðhyllast ríkjandi gildi. Nú eru ríkjandi gildi orðin trúarbrögð. Menn eru reknir úr vinnu fyrir villutrú eins og kennarinn í HR og „rangar“ skoðanir eru brot á mannréttindum þeirra sem eru ósammála. Nú þarf að fara aftur til upphafsins og viðurkenna fjölbreytileika mannlífsins, ekki bara á sviði kynvitundar, kynhneigðar, fötlunar o.fl. Líka í lífsviðhorfum. Alveg sérstaklega þau lífsviðhorf sem okkur líkar ekki við. Lífsviðhorf fjöldans eru ekki svo ómerkileg að þau þoli ekki gagnrýni eða að eitthvað annað sé sagt. Nú þarf að endurnýja rétt manna til skoðana og skoðanaskipta. Honum hefur hrakað mikið undanfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun