fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
Eyjan

Þegar hjúkrunarkonur áttu helst ekki að eiga einkalíf heldur giftast starfinu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 23:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég ætla ekki að blanda mér inn í deilurnar um bók Birgittu Haukdal um Láru sem fer til læknis. Það sem mér finnst reyndar einkennilegast í bókinni eru myndirnar sem eru svo ótrúlega óíslenskar. Engin persónan lítur út fyrir að vera íslensk eða hafa nein tengsl við veruleikann hér – þegar betur er að gá sér maður að myndirnar eru gerðar af armenskum teiknara sem virðist fjöldaframleiða myndir í svona bækur.

En styrrinn hefur staðið um hvort nota megi orðið hjúkrunakona í svona bók – eða hvort verði að gera kröfu um að segja hjúkrunarfræðingur? Umræðan á samskiptamiðlunum hefur orðið dálítið skrítin eins og gengur. Það er dálitið  langt síðan byrjað var að nota síðara heitið. Frænka mín sem er orðin nokkuð öldruð var hjúkrunarkona. Svo var farið að kenna hjúkrun í Háskólanum, það var árið 1973 að það hófst, og upp frá því var farið að tala um hjúkrunarfræðinga. Það er ekki beinlínis eins og þetta sé eitthvað nýtt. Við erum að tala um hátt í hálfa öld.

Karlmenn stunda líka hjúkrun, vitaskuld – en þá má benda á að við sitjum enn uppi með hið fáránlega orð „ráðherra“. Katrín Jakobsdóttir er „forsætisráðherra“.

 

 

Við þetta rifjaðist upp að fyrir nokkrum árum gerðum við innslag um merkilega bók í Kiljunni. Hún heitir Saga hjúkrunar á Íslandi og er eftir sagnfræðinginn Margréti Guðmundsdóttur.

Eitt af því sem mér fannst athyglisverðast í bókinni voru viðhorfin til kvenna sem stunduðu hjúkrun. Uppi var nefnilega krafa um að þær helguðu sig starfinu að öllu leyti – giftust því nánast. Læknarnir voru fínir menn sem fengu há laun og embættisbústaði og hvaðeina. Voru mektarmenn. Hjúkrunarkonurnar bjuggu þröngt, sundum á spítölunum, innan um sjúklinga,  þær áttu helst ekki að hafa neitt einkalíf, varla eignast fjölskyldu, og launin voru afleit.  Kannski eimdi eftir því að hjúkrun var áður á hendi nunna? Meðan það var starf að vera læknir, skyldi hjúkrun vera eins konar köllun.

Þetta er heillandi saga, við speglum okkur í henni og sjáum viðhorf sem hafa breyst. Þarna var í raun ein fyrsta stóra kvennastéttin. Kristín Ástgeirsdóttir skrifaði í ritdómi um bók Margrétar:

Ljósmæðranám og hjúkrun voru meðal fyrstu námsgreina sem konur áttu kost á að stunda og þóttu við hæfi þeirra auk kennslu. Lengst af voru konur til fárra fiska metnar og sú skoðun ríkjandi að þær ættu að fórna sér í þágu sjúkra og aldraðra og fyrir það áttu þær að fá lágmarkslaun. Staða ljósmæðra og hjúkrunarkvenna var þó ólík framan af. Gert var ráð fyrir að ljósmæður væru giftar konur og því þurftu þær auðvitað nánast engin laun. Hjúkrunarkonur áttu hins vegar að vera ógiftar og þurftu því húsnæði, vinnuklæðnað og smáræði af fötum og öðrum nauðsynjum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins