fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Þriðji orkupakkinn útskýrður á mannamáli

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur tekið saman helstu upplýsingar um þriðja orkupakka ESB sem heltekið hefur stjórnmálaumræðuna undanfarin misseri. Í stuttu máli segja svörin í hnotskurn, að vissulega feli innleiðingin á þriðja orkupakkanum í sér ákveðið valdaframsal, en aðeins ef komi til millilandatengingar með sæstreng. Ákvörðun um að leggja sæstreng sé hinsvegar ávallt á herðum ríkisstjórnar Íslands:

„Eðli málsins samkvæmt reynir ekki á þessar valdheimildir gagnvart Íslandi á meðan engar millilandatengingar eru til staðar.“

Stuðlar ekki að hærra verði

Ef slíkur sæstrengur yrði hinsvegar lagður, líkt og margir vilja meina að sé alls ekki óraunhæf hugmynd í náinni framtíð, þá er fullyrt á vef ráðuneytisins, að þriðji orkupakkinn muni ekki auka líkur á hærra orkuverði, eða orkuskorti:

„Þessi ályktun hefur verið rökstudd með því að með þriðja orkupakkanum séu innleidd markaðslögmál sem muni auka líkur á skorti og þannig hækka verð. En íslenski orkumarkaðurinn var markaðsvæddur með raforkulögum 2003. Áhrif þess hafa frekar verið til lækkunar á verði en hækkunar. Þriðji orkupakkinn er framhald af þeirri þróun, þ.e. hann styrkir markaðsvæðingu, samkeppni og jafnræði aðila, sem ætti almennt að stuðla að lægra verði en ekki hærra.

Þriðji orkupakkinn kemur einnig inn á mikilvægi þess að koma í veg fyrir orkuskort og inniheldur heimildir til að grípa til ráðstafana til að tryggja öruggt framboð á raforku fyrir almenning.

Bent hefur verið á að sú staða sé nú þegar uppi á Íslandi, að orkuframleiðendur gætu ákveðið að selja orkufrekum iðnaði svo mikið rafmagn að ekki yrði nóg aflögu til almennings og minni fyrirtækja – og að enginn hafi þá skyldu í dag að tryggja nægt framboð inn á hinn almenna markað.

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fól í fyrra starfshópi að gera tillögur um hvernig best sé að bæta úr þessu.“

 

Spurningar og svör um þriðja orkupakkann má sjá hér að neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af