fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Leggja til að fjármagna Borgarlínuna með veggjöldum: „Og hvernig þá? Eiga strætófarþegar að borga vegtolla?“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tillögum viðræðuhóps sveitarfélaga og ríkisins á að fjármagna Borgarlínu og stofnæðaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu að hluta til með veggjöldum. RÚV greinir frá. Viðræðuhópurinn er skipaður fulltrúum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samgönguráðuneytisins og vegagerðarinnar, og var hlutverk þeirra að ná saman um fjármögnun, útfærslu og forgangsröðun framkvæmda í vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu, líkt og Borgarlínu.

Skýrslan verður kynnt opinberlega eftir helgi, en henni var skilað til ráðherra í gær. RÚV segist hafa heimildir fyrir því að enn sé ekki búið að útfæra hvernig kostnaður skiptist milli ríkis og sveitarfélaga, en þó sé lagt til að framkvæmdir verði að hluta til fjármagnaðar með veggjöldum.

Samkvæmt skýrslu stýrihóps frá í febrúar er áætlaður kostnaður um 83 milljarðar, en fyrsti áfangi Borgarlínu er 35 kílómetrar. RÚV segir að byrjað verði á svokallaðri austur-vestur leið á fyrsta fimm ára tímabilinu, sem og norður – suður leiðinni, sem gæti farið yfir fyrirhugaða brú yfir Fossvog, en ekki eftir Kringlumýrarbraut. Þá er ekki gert ráð fyrir að leggja götur í stokka á fyrstu fimm árunum, en mikið var talað um að leggja Miklubraut í stokk fyrir kosningar.

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, vekur athygli á frétt RÚV á Facebooksíðu sinni og virðist kalla eftir skýringum á útfærslu þess að fjármagna borgarlínu með veggjöldum:

„Og hvernig þá? Eiga strætófarþegar að borga vegtolla?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“