fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Blaðamannafundur Brexitara dreginn sundur og saman í háði

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 23:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sagt að uppreisn Brexit-sinna gegn Theresu May hafi mistekist hrapallega. Uppreisnarmenn sem eru meðlimir í hópi sem nefnist European Reseach Group og lúta forystu íhaldsmannsins Jacob Rees-Mogg ætluðu að steypa May af stóli með því að efna í vantraust gegn henni. En nú er staðan sú að forsætisráðherrann hefur styrkt stöðu sína verulega. Hún fékk samúð – sem hefur ekki verið mikið af upp á síðkastið.

Ný skoðanakönnun sem var gerð af YouGov sýnir að 46 prósent kjósenda vilja að May haldi áfram í embætti, í síðustu viku var talan aðeins 33 prósent. Skjótt skipast veður í lofti. Þetta getur auðvitað breyst aftur í þeirri miklu upplausn sem ríkir í breskum stjórnmálum.

Ýmislegt fleira gæti spilað inn í. Það er til dæmis þessi blaðamannafundur European Research Group sem haldinn var í fyrradag. Fundurinn hefur verið dreginn sundur og saman í háði og það er ekki erfitt að sjá hvers vegna, þótt hugsanlega skilji þeir sem þarna sitja fyrir svörum ekki neitt. En háðfuglar fengu útrás á Twitter og hernaðaráætlun Rees-Mogg er tætlum.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt