fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Vilja fiskeldisfræðing á Selfoss: „Eins og ef hafnarstjóri Faxaflóahafna væri staðsettur í Hveragerði“ segir bæjarstjóri

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 16:30

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun (MAST) auglýsti í síðustu viku eftir sérfræðingi með fagþekkingu á fiskeldi. Meðal helstu verkefna er eftirlit með búnaði og rekstri fiskeldisstöðva. Það sem athygli vekur, ekki síst meðal vestfirðinga, er að sérfræðingurinn verður með aðsetur á Selfossi.

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir þetta furðulega tilhögun sem gangi þvert gegn markmiðum byggðaáætlunar:

„Ríkisstjórnin er með yfirlýsta stefnu um sóknaráætlanir landshluta þar sem kveðið er á um að hið opinbera auglýsi störf án staðsetningar. Það er erfitt að sjá hvernig þessi auglýsing MAST fellur undir slíkt. En auðvitað viljum við fá þetta starf hingað vestur, þar sem mesta gróskan og þekkingin á atvinnugreininni er til staðar. Þetta er eins og ef hafnarstjóri Faxaflóahafna væri staðsettur í Hveragerði. Sérfræðiþekkingin í þessum málaflokki byggist auðvitað á nálægðinni við atvinnugreinarnar. Hér fyrir vestan eru bæði rannsóknir og sérfræðingar á þessu sviði. Hér er mesta gerjunin í greininni og gríðarleg nýsköpun í gangi og útfrá þeim rökum er þetta kannski svolítið einkennileg staðsetning.“

Vanhugsuð skammsýni

Guðmundur segist ætla að kalla eftir skýringum um málið, en hann sjái ekki hvernig starfið nýtist atvinnugreininni best á Selfossi:

„Bæjarstjórn lagði fram bókun um málið á fimmtudag og við munum auðvitað koma þessum skilaboðum áleiðis og óska eftir svörum og skýringum um hvað liggur þessu til grundvallar. Ég vil auðvitað ekki vera með hástemmdar yfirlýsingar fyrr en ég heyri rökstuðninginn að baki þessu, en fljótt á litið virðist eins og þetta hafi ekki alveg verið úthugsað. Burtséð um góðan ásetning varðandi staðsetningu stöðugilda, þá verður líka að hafa í huga hvar þekkingin nýtist best. Ég myndi ætla að það væri í sem mestri nálægð við greinina. Og þessi grein er auðvitað bundin við ákveðin landsvæði. Sú ákvörðun var tekin fyrir áratugum síðan og mesta gróskan er á Vestfjörðum og Austfjörðum. Þess vegna virðist þetta vera skammsýni, meðan engin sérstök rök eru fyrir þessari staðsetningu. En í þessu tilviki getum við ekki séð hvernig þetta starf nýtist best með því að staðsetja það sem lengst frá atvinnugreininni.“

Byggðarstefna á forsendum heimamanna ?

Í bókun Ísafjarðarbæjar er minnst á markmið stefnumótandi byggðaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2024. Í stefnu ríkisstjórnarinnar segir:

„Sóknaráætlanir landshlutanna eru mikilvægt tæki til að reka byggðastefnu á forsendum heimamanna. Þær verða styrktar á kjörtímabilinu. Horft verður til byggðaaðgerða sem tíðkast í nágrannalöndunum en um leið verður svæðisbundin þekking nýtt sem best. Skoðaðir verða kostir þess að nýta námslánakerfið og önnur kerfi sem hvata fyrir fólk til að setjast að í dreifðum byggðum. Ráðuneytum og stofnunum verður falið að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar eins og kostur er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

OR var með ólöglega álagningu

OR var með ólöglega álagningu
Eyjan
Í gær

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina