fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Þingflokksformaður Framsóknar deilir jörð með James Ratcliffe

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og greint var frá í morgun keypti ríkasti maður Bretlands, James Ratcliffe, eignarhaldsfélagið Grænaþing af Jóhannesi Kristinssyni í síðustu viku. Þar með á Ratcliffe hlut í yfir 30 jörðum í Vopnafirði, en Grænaþing átti helminginn í jörðinni Fremri-Nýp, 43 prósenta hlut í Þorvaldsstöðum og fimmtungshlut í Hauksstöðum. Með kaupunum eignaðist Ratcliffe einnig tæplega 87 prósenta hlut í veiðifélaginu Streng ehf, sem er með Selá og Hofsá í Vopnafirði á leigu.

Sjá nánarBreskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði

Líkt og Eyjan hefur áður greint frá, er Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, einnig jarðeigandi að Hauksstöðum. Þórunn og eiginmaður hennar eiga tæplega 42 prósenta hlut í jörðinni, til móts við mág Þórunnar, sem fallinn er frá. Ratcliffe hafði áður keypt hlut af mági Þórunnar, en á nú einnig hlut Grænaþings í jörðinni, eftir kaupin.

Sjá nánarÞingflokksformaður Framsóknar deilir jörð með James Ratcliffe:„En auðvitað vildi ég sjá íslenskar fjölskyldur búa hér á hverjum bæ“

Hyggst ekki selja

Þórunn sagði í samtali við Eyjuna í dag, að ekki stæði til að selja James Ratcliffe, né öðrum, jörðina að Hauksstöðum:

„Okkar hlutur hefur aldrei verið til sölu, það er engin breyting á því.“

En hefur Ratcliffe falast eftir þinni jörð ?

„Nei, aldrei.“

Aðspurð hvort hún vissi til að Ratcliffe hyggðist kaupa fleiri jarðir þarna í kring, sagðist hún ekki hafa hugmynd um það, hún hefði aldrei talað við þennan mann.

Þórunn hefur kallað eftir strangari reglum um eignarhald á jörðum hér á landi. Þann 12. nóvember sagði Þórunn á þinginu:

„Mest ásókn hefur verið í hlunnindajarðir sem eiga veiði og vatnsréttindi. Ásóknin hefur verið mikil meðal fólks sem ekki hefur fasta búsetu hér á landi og eru erlendir ríkisborgarar. Hér er því mikilvægt að staldra við og spyrja: Erum við að selja auðlindir úr landi? Eins og sú sem hér stendur hefur áður komið inn á í þingsal leggjum við Íslendingar ekki í vana okkar að selja auðlindir úr landi.“

Vill íslenskar fjölskyldur á hvern bæ

Í samtali við Eyjuna þann 24. júlí sagðist Þórunn engin samskipti hafa átt við James Ratcliffe. En aðspurð hvort henni þætti þjóðerni jarðeiganda skipta máli, sagði hún:

„Nýtingin skiptir öllu máli. Og ef við gerum það á þann hátt sem við erum sátt við, þá finnst mér það ekki vera stærsta málið. En auðvitað vildi ég sjá íslenskar fjölskyldur búa hér á hverjum bæ.“

Umdeildur auðjöfur

James Ratcliffe er ríkasti maður Bretlands samkvæmt úttekt breska dagblaðsins Sunday Times. Auðæfi hans eru metin á 21 milljarð punda, sem eru tæpir þrjú þúsund milljarðar í íslenskum krónum.

Ratcliffe er efnaverkfræðingur að mennt og er forstjóri Ineos, sem er alþjóðlegt efnafyrirtæki sem hann stofnaði sjálfur árið 1998 og fæst meðal annars við vökvabrot, eða „fracking“ sem er umdeild aðferð notuð við vinnslu jarðgass.

Hann á sjálfur 60 prósenta hlut fyrirtækisins, sem byggt er á grunni efnafræðihluta British Petroleum (BP) hins sögufræga enska olíu- og gas fyrirtækis.

Ratcliff var mikið í sviðsljósinu fyrir tveimur árum er hann keypti jarðir sínar í Vopnafirði og á Grímsstöðum á fjöllum, en kvað hann kaupin vera gerð til að vernda laxveiðiár, þar sem hann vildi taka þátt í verndun villtra laxastofna. Í janúar árið 2017 var greint frá fyrirætlunum hans til kaupa á jörðum í Þistilfirði, með veiðirétti í Hafralónsá, en fimmtán jarðir liggja að ánni. Tilraunir hans vöktu upp miklar deilur í sveitinni.

Ratcliffe er 65 ára Brexit stuðningsmaður og býr á sveitasetri nærri Beaulieu. Greint er frá því að hann hefji hvern dag á 10 kílómetra hlaupi, sé stuðningsmaður Manchester United og eigi tvær ofursnekkjur Hampshire  og Hampshire II, hvers nöfn eru dregin af svæðinu þar sem hann býr.

Egill Helgason hefur einnig ritað um Ratcliffe og fer ekki fögrum orðum um þennan efnaða íslandsvin, sem hann kallar „hræsnara.“

Sjá nánar: Hræsnarinn Ratcliffe og jarðirnar hans á Íslandi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

OR var með ólöglega álagningu

OR var með ólöglega álagningu
Eyjan
Í gær

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina