fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Sjálfstæðismenn vara við skítalykt á nýrri ylströnd

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tillaga um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæðinu í Sundahöfn hefur verið samþykkt í borgarráði og mun í kjölfarið fara í auglýsingaferli. Áætlað er að Faxaflóahafnir stækki hafnarsvæðið í Sundahöfn með tveimur landfyllingum, önnur við Klettagarða, vestan við vitann á Skarfabakka, alls um þrír hektarar. Er gert ráð fyrir að starfsstöð Faxaflóahafna verði þar í framtíðinni.

Til stendur að nota jarðefni úr lóð nýs landspítala í landfyllinguna á hafnarsvæðinu. Sömuleiðis eru hugmyndir uppi um að gera ylströnd á svæðinu, líkt og er í Nauthólsvík. Morgunblaðið greinir frá því í dag að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lagt fram bókun um ylströndina.

Þar er varað við skítafýlu:

„Mikilvægt er að nýta efni frá framkvæmdum í landfyllingar. Heppilegra hefði verið að nýta þetta efni í landfyllingar við Örfirisey en sá valkostur var því miður ekki borinn saman við Sundahöfn. Hugmynd um ylströnd lítur vel út en gæti lyktað illa ef ekki er gætt að nálægð við fráveitu eins og bent er á í umsögn Veitna og Heilbrigðiseftirlitsins.“

Fráveitan sem um ræðir er stærsta skólphreinsistöð landsins og sinnir þörfum helmings borgarbúa. Meginlögnin liggur út í sjó, fimm kílómetra frá landi. Hafa Faxaflóahafnir bent á að staðsetning slíkrar ylstrandar í nálægð við skólphreinsistöðina, þarfnist sérstakrar skoðunar. Einnig þurfi að skoða stækkun lóðar hreinsistöðvarinnar, þegar til framtíðar er litið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

OR var með ólöglega álagningu

OR var með ólöglega álagningu
Eyjan
Í gær

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina