fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Leggja til breytingar á frítekjumarki veiðigjaldafrumvarpsins: „Til móts við litlar og meðalstórar útgerðir“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 15:36

Lilja Rafney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnuveganefnd Alþingis afgreiddi frumvarp um veiðigjald til annarrar umræðu í dag. Nefndin gerir tillögur um tilteknar breytingar á frumvarpinu. Þannig er lagt til að frítekjumark nemi 40 prósentum af fyrstu 6 m.kr. álagningar hvers árs hjá hverjum gjaldskyldum aðila.

„Með þessu leitast nefndin við að koma sérstaklega til móts við litlar og meðalstórar útgerðir vítt og breitt um landið,“

segir í tilkynningu frá  Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formanni atvinnuveganefndar.

Umrædd breyting er sögð í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að efla hinar dreifðu sjávarbyggðir.

Myndi ekki stofn til veiðigjalds

Þá leggur nefndin til þá breytingu að nytjastofnar sem hafa minna aflaverðmæti en 100 milljónir kr. samkvæmt vegnu meðaltali næstliðinna þriggja ára mynda ekki stofn til veiðigjalds. Vísar nefndin til þess að umræddir nytjastofnar veiðast oftast sem meðafli og í litlum mæli. Af þeim sökum er erfitt að meta sérstaklega raunverulega afkomu af veiðum þeirra. Jafnframt vísar nefndin til þess að gjaldtaka á þessar tegundir getur dregið að nauðsynjalausu úr sókn í þær og aukið hættu á brottkasti.

„Með frumvarpinu er álagning veiðigjalds færð nær í tíma þannig að gjaldtakan sé meira í takt við afkomu greinarinnar. Þá verður innbyggður hvati til endurnýjunar fiskiskipa og búnaðar í útreikning veiðigjalds. Það mun stuðla að því að umhverfisspor af auðlindanotkun minnkar, sem er mikilvægt mál,“

segir Lilja Rafney og tekur fram að frumvarpið kveði á um breytingar sem geri stjórnsýslu með álagningu og innheimtu veiðigjalds, einfaldari, skilvirkari og áreiðanlegri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

OR var með ólöglega álagningu

OR var með ólöglega álagningu
Eyjan
Í gær

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina