fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Felix kemur gagnrýnendum Birgittu til varnar: „Viðbrögðin hafa því miður verið fyrirsjáanleg og andstyggileg“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn kunni leikari og rithöfundur, Felix Bergsson, stígur í dag fram, þeim hjúkrunarfræðingum til varnar sem gert hafa athugasemdir við barnabók Birgittu Haukdal. Felix bendir á að hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga hér á landi sé afar lágt. Telur hann að rótgrónir fordómar geti átt þar hlut að máli.

Forsaga málsins er sú að hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir gagnrýndi gamlar staðalímyndir í barnabók söngkonunnar Birgittu Haukdal, Lára fer til læknis, þar sem hjúkrunarfræðingur er kallaður hjúkrunarkona og settur í lítilfjörlegt aðstoðarhlutverk á meðan karlkyns læknir er í aðalhlutverki umönnunarinnar. Enn fremur er hjúkrunarfræðingurinn klæddur í kjól og með kappa á höfði á mynd.

Pistill Sólveigar vakti miklar umræður sem hafa víða orðið nokkuð hatrammar. Hafa netverjar bæði gagnrýnt Birgittu harðlega sem og Sólveigu og aðra hjúkrunarfræðinga og skoðanasystkini hennar. Í viðtali á Bylgjunni, sem greint frá frá Vísi, segist Birgitta ekki eiga skilið þær árásir sem hún hafi orðið fyrir vegna málsins. Birgitta segir: „Mér þykir það ótrúlega leitt ef ég hef sært einhvern með því að nota þetta orð „hjúkrunarkona.“ Ég vissi ekki betur en að það væri í orðabókinni en núna veit ég betur, þannig ég vil koma því á framfæri að rétt skal vera rétt.“

Karlkyns hjúkrunarfræðingar á Íslandi mjög fáir

Samkvæmt grein eftir Ingólf Gíslason, dósent í félagsfræði, er hlutfall karlmanna sem hjúkrunarfræðinga á Íslandi aðeins 2%. Hlutfallið sé mun hærra í ýmsum löndum sem við berum okkur saman við, til dæmis 10% í Svíþjóð. Karlskyns hjúkrunarfræðingar á Íslandi mæti ýmiskonar fordómum:

„Stundum eru þeir „grunaðir“ um að vera hommar, stundum fá þeir að heyra að þeir hafi farið í þetta til að geta verið eini haninn á haugnum, eini karlinn í stórum hópi kvenna.“

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sá tilefni til að skrifa grein á vef félagsins fyrr á árinu þar sem hún hvatti til fjölgunar karlmanna í greininni. Vill formaðurinn grípa til sértækra ráðstafana til að fjölga karlkyns hjúkrunarfræðingum.

Felix: Umræðan andstyggileg

Varðandi umræðurnar um barnabók Birgittu þá telur Felix Bergsson að hjúkrunarfræðingarnir sem lögðu orð í belg hafi verið með hófsamar athugasemdir en viðbrögðin við þeim hafi verið úr takti. Pistill hans á Facebook um málið er svohljóðandi:

„Það er leitt hvað við eigum erfitt með að ræða málin á yfirvegaðan máta á Íslandi. Allt verður svo persónulegt og rætið um leið. Mér finnst stórmál hversu fáir karlmenn fást til að leggja stund á hjúkrunarfræði á Íslandi og einhvern veginn þarf að koma þeirri umræðu upp úr hjólförum. Hvernig gengur HÍ að lagfæra hlutina hjá sér? Eru kennararnir þar hættir að ávarpa alla nemendur í hjúkrun í kvenkyni? Erlendis hittir maður oftar en ekki karlkyns hjúkrunarfræðinga en heima nánast aldrei. Kannanir benda til að þeir sem fara í hjúkrunarfræði séu álitnir minni menn og þurfi að þola háðsglósur frá vinum og ættingjum. Þeir gefast margir upp í miðju námi. Að mínu mati bendir það til fordóma sem erfitt er að vinna bug á. Ég held líka að hjúkrunarfræðingar séu að reyna að benda á þessa fordóma með umræðunni sem þau hófu. Viðbrögðin hafa því miður verið fyrirsjáanleg og andstyggileg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG