fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Benedikt skilgreinir „lýðskrumarann“ en nefnir engin nöfn

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, skrifar um lýðskrumara í Morgunblaðið í dag. Hann skilgreinir orðið sjálft ítarlega af eigin sannfæringu, en nefnir hvergi hvort hann sé með einhvern tiltekinn stjórnmálamann í huga. Eflaust þykjast þó einhverjir geta lesið það milli línanna, um hvern Benedikt er að fjalla:

„Lýðskrum hef­ur verið hluti af póli­tík frá upp­hafi. Það kem­ur frá hægri, vinstri eða miðju, en hef­ur sömu ein­kenni hvaðan sem það kem­ur. Aðferðirn­ar eru alltaf af sama meiði. Renn­um yfir nokkr­ar þeirra til upp­rifj­un­ar: „Lýðskrumar­inn finn­ur sér óvin. Lýðskrumar­inn vek­ur ótta. Lýðskrumar­inn skeyt­ir ekki um sann­leik­ann. Lýðskrumar­inn sak­ar and­stæðing­inn um drott­insvik. Lýðskrumar­inn kann ekki að skamm­ast sín, hann biðst aldrei af­sök­un­ar, en ræðst á þá sem eru hon­um ósam­mála.“

Óvinur í formi samnings

Benedikt segir að lýðskrumarinn finni sér ávallt einhvern óvin. Sem geti verið minnihlutahópur, eða jafnvel samningur.

„Senni­lega hef­ur hætt­an af lýðskrumur­um ekki verið meiri en núna allt frá lok­um seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Víða um lönd stinga þeir upp koll­in­um og vara við ímynduðum óvini. Oft­ast er hann út­lend­ur, en minni­hluta­hóp­ar inn­an landa­mær­anna geta nýst í bar­átt­unni. Óvin­ur­inn get­ur líka verið stofn­un eða samn­ing­ur, helst eitt­hvað flókið sem al­menn­ing­ur þekk­ir ekki vel. Eða auðkýf­ing­ur­inn Geor­ge Soros sem sam­kvæmt sam­særis­kenn­ing­um hef­ur margt á sam­visk­unni.“

Benedikt segir að sannleikurinn sé óvinur lýðskrumarans, en hann nýti sér þó staðreyndir í málflutningi sínum:

„Ekki þess­ar venju­legu staðreynd­ir sem byggj­ast á óyggj­andi sönn­un­um, mynd­um, upp­tök­um, prentuðum heim­ild­um eða vís­inda­leg­um niður­stöðum fræðimanna. Þvert á móti býr hann sér til nýj­ar „staðreynd­ir“, hliðstæðan sann­leika, gervi­v­ís­indi. Marg­ir vilja trúa því að ver­öld­in hljóti að vera öðru­vísi en hún er, sér­stak­lega ef hliðstæði veru­leik­inn hent­ar bet­ur.“

Sveigir framhjá lögum

Þá segir Benedikt:

„Lýðskrumar­inn seg­ist vera hug­sjónamaður og full­trúi æðri gilda. Hann kem­ur fram eins og hvítþeg­inn eng­ill, en skeyt­ir engu um regl­urn­ar sem hann seg­ist berj­ast fyr­ir. Hann for­dæm­ir þá sem brjóta lög, þó að hann hiki ekki við að sveigja fram­hjá þeim sjálf­ur. Þegar hann er grip­inn seg­ir hann að sitt mál sé svo tækni­legt að heimsk­ur fjöl­miðlamaður geti alls ekki skilið það, hvað þá sauðsvart­ur almúg­inn. Fyr­ir lýðskrumar­ann skipt­ir miklu að hæðast að þeim sem eru ósam­mála hon­um. Hann kemst á flug þegar hann ber sér á brjóst fyr­ir sín ein­stæðu af­rek, þó að þau séu hvergi til nema í hans eig­in hug­skoti. Blaðamenn eru óvin­ir sem ber að gera lítið úr, en mik­il­vægt að geta vísað í sinn miðil, oft heima­svæði sem haldið er úti af al­manna­tengli.“

Benedikt segir einnig að lýðskrumarinn sé sjálfur aðalatriðið, hann safni um sig jámönnum og málstaðurinn sé sá sem best henti hverju sinni:

„Þegar hann verður und­ir hef­ur aug­ljós­lega verið haft rangt við, en ef bet­ur geng­ur er sig­ur­inn sá glæsi­leg­asti í sög­unni. Lýðskrumar­inn tel­ur eng­in gögn afsanna sína kenn­ingu og seg­ir óhikað: „Þetta hef ég aldrei sagt“, jafn­vel þó að til sé mynd­skeið og upp­taka þar sem sést ná­kvæm­lega hvað hann sagði. Til þrauta­vara kveður hann um­mæli sín slit­in úr sam­hengi og seg­ir keik­ur: „Ég mót­mæli öllu sem ég hef áður sagt og held hinu gagn­stæða fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Rúmlega hálfur milljarður afskrifaður hjá Skúla Mogensen

Rúmlega hálfur milljarður afskrifaður hjá Skúla Mogensen
Eyjan
Í gær

Lögfræðingur um orkupakkann: „Veld­ur laga­legri óvissu og geng­ur gegn hags­mun­um þjóðar­inn­ar“

Lögfræðingur um orkupakkann: „Veld­ur laga­legri óvissu og geng­ur gegn hags­mun­um þjóðar­inn­ar“
Eyjan
Í gær

Sólveig Anna um laun forsætisráðherra: „Láglaunakonurnar þurfa ennþá að paufast áfram á glergólfinu“

Sólveig Anna um laun forsætisráðherra: „Láglaunakonurnar þurfa ennþá að paufast áfram á glergólfinu“
Eyjan
Í gær

Katrín Jakobsdóttir er meðal hæst launuðu þjóðarleiðtoga heims

Katrín Jakobsdóttir er meðal hæst launuðu þjóðarleiðtoga heims
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áminning á áminningu ofan

Áminning á áminningu ofan
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“