fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Styrmir: Alvarlegur ágreiningur innan stjórnarflokkanna eru „pólitísk stórtíðindi“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 19. nóvember 2018 17:00

Styrmir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, segir að höfnun Framsóknarflokksins um helgina á innleiðingu þriðja orkupakka ESB, séu pólitísk stórtíðindi og feli í sér að alvarlegur ágreiningur sé komin upp innan stjórnarflokkana um málið:

„Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins er hörð andstaða við málið en þar er líka að finna ákafa talsmenn þess að samþykkja. Staðan innan VG er óljósari og misvísandi fréttir, sem þaðan berast. Uppreisn gegn samþykkt orkupakkans er að breiðast út innan Sjálfstæðisflokksins, þegar svo er komið að Sjálfstæðisfélag Skóga- og Seljahverfis, hefur boðið Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrum utanríkisráðherra og formanni Alþýðuflokks á fund til þess að ræða málið, en Jón Baldvin hefur snúizt hart gegn orkupakkanum,“

segir Styrmir

Hann fullyrðir að samstarfi ríkisstjórnarinnar sé lokið, ef hún reyni að knýja samþykkt málsins fram á Alþingi, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar. Hann segir einnig að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir verði að gera hreint fyrir sínum dyrum:

„Með samþykkt miðstjórnarfundarins hefur Framsóknarflokkurinn náð frumkvæði í andstöðunni við orkupakkann í sínar hendur og þar með ýtt Miðflokknum til hliðar sem var á góðri leið með að ná pólitískri forystu í málinu til sín. Nú hefur Framsókn gert hreint fyrir sínum dyrum.Sjálfstæðisflokkur og VG verða að gera það sama.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði um helgina að hann vildi geta innleitt samninginn með ákveðnum undanþágum með fyrirvara um framhaldið. Þeir sem eru mótfallnir innleiðingu orkupakkans vísa gjarnan í að slíkt fæli í sér framsal á fullveldi Íslands til Evrópusambandsins, þar sem ACER stofnunin gæti tekið ákvarðanir um orkuverð á Íslandi ef landið skyldi tengjast Evrópu með sæstreng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

OR var með ólöglega álagningu

OR var með ólöglega álagningu
Eyjan
Í gær

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina