fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Rúnar fordæmir meðferðina á Tryggva – Vill beita sveitarfélög dagsektum

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Björn Þorkelsson, formaður málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf, fordæmir harðlega þá meðferð sem Tryggvi Ingólfsson hefur fengið. Tryggva var vísað frá hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli þann 27 mars síðastliðinn og hefur þurft að vera í um átta mánuði á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi vegna þeirrar einhliða ákvörðunar. Útskýringar frá hjúkrunarheimilinu og sveitarfélaginu hafa verið ýmsar, allt frá því að 12 starfsmenn heimilisins hafi skrifað undir lista um að hann ætti ekki að snúa aftur á Kirkjuhvol í að ekki væri hægt að tryggja öryggi hans.

Rúnar segir það ótrúlegt að sveitarfélög komist upp með það að brjóta lög.

„Það að sveitarfélög landsins geti komist upp með það að draga lappirnar við þá þjónustu sem þeim er skylt að veita samkvæmt lögum og mannréttindasamningum er alveg ótrúlegt. Hér eru klárlega mannréttindabrot í gangi og miklu meira að finna en bara þetta eina mál, þetta er bara toppurinn á ísjakanum.“

Hann einnig telur að það sé kominn tími til að nota dagsektir svo sveitarfélög fari að sinna sínu lögbundna starfi.

„Það er kominn tími á að ríkið fái heimildir til að beita sveitarfélög dagsektum sem bíta. Slíkt fyrirkomulag finnst á Norðurlöndunum og verður til þess að sveitarfélögin leysa úr málunum fljótt og örugglega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

OR var með ólöglega álagningu

OR var með ólöglega álagningu
Eyjan
Í gær

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina