fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Innan við helmingur hjóna á Íslandi giftir sig hjá Þjóðkirkjunni – Mikill samdráttur frá aldamótum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 19. nóvember 2018 13:28

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlutur þjóðkirkjunnar fer æ minnkandi er varðar hjónavígslur. Um aldamót var hlutur Þjóðkirkjunnar rúmlega 71% en er á yfirstandandi ári kominn niður fyrir 50%. Á sama tímabili jókst hlutur hjónavígsla hjá sýslumanni úr rúmlega 13% í rúmlega 31% og hlutur annarra trúfélaga úr 7% í 15,3%.

Þess má geta að Siðmennt, félag siðrænna húmanista, hafði í ágúst síðastliðnum framkvæmt 202 hjónavígslur það sem af var árinu. Alls voru hjónavígslurnar 213 árið 2017 og því um mikla aukningu að ræða.

Sjá einnigHjónavígslum hjá Siðmennt fjölgar hratt milli ára – „Algengar meðal ferðamanna“

Alls gengu 3.950 manns í hjónaband á síðasta ári og var það metár. Það sem af er þessu ári þá hafa 3.251 gengið í hjónaband.

Af þeim 85 einstaklingum sem skildu í október þá var 81 lögskilnaður framkvæmdur hjá sýslu-manni, 4 fyrir dómi og 2 lögskilnaðir voru framkvæmdir erlendis.

Samkvæmt Þjóðskrá Íslands stofnuðu 162 einstaklingar til hjúskapar í október en 85 einstaklingar skildu. Af þeim 162 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í október gengu 78 í hjúskap hjá sýslumanni eða 58% og 58 giftu í þjóðkirkjunni (38,7%), 18 einstaklingar gengu í hjúskap í trúfélagi utan þjóðkirkju og 8 einstaklingar giftu sig erlendis.

 

Fækkar í Þjóðkirkjunni

Alls voru 65,6% landsmanna sem búsettir eru hér á landi skráðir í Þjóðkirkjuna 1. október síðastliðinn eða 233.062. Frá 1. desember 2017 hefur þeim fækkað um 2.029 manns eða 0,9%.

Á sama tímabili fjölgaði mest í kaþólska söfnuðinum um 377 manns eða um 2,8%. Í Siðmennt fjölgaði félagsmönnum um 370 manns eða um 16,2%.

Félagsmönnum fækkaði hlutfallslega mest í trúfélaginu Zuism eða um 161 mann sem er  8,3% fækkun. Nú eru 1.936 manns skráðir í trúfélagið.

Alls eru 24.501 einstaklingur skráður utan trú- og lífsskoðunarfélaga 1. október sl. og fjölgaði þeim um 1.959 frá 1. desember eða um um 8,7%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki