fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Furðulegt frumhlaup sendiherra

Egill Helgason
Mánudaginn 19. nóvember 2018 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er erfitt að dæma hvort pólski sendiherrann á Íslandi, Gerard Pokruszyński, sýnir af sér kjánaskap eða hvort hann er svona harðsvíraður. En það er furðuleg hugmynd að gera skrif í litlum fjölmiðli á Íslandi að milliríkjamáli – eiginlega alveg ótrúlegt dómgreindarleysi.

Blaðamaður Stundarinnar skrifar frétt um þjóðhátíðardag í Póllandi. Hann byggir á frásögnum úr fjölmiðlum sem má telja nokkuð ábyggilega. Það sem birtist í Stundinni er ekki ólíkt því sem hefur mátt sjá í fjölmiðlum út um allan heim.

En það er ekki aðalatriðið, heldur það að sendiherrann skuli kvarta undan blaðinu við forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra – ráðamanna sem bera enga ábyrgð á greinarskrifum í Stundinni eða öðrum fjölmiðlum, koma þar hvergi nærri og eiga heldur ekki að skipta sér af þeim á neinn hátt.

Fréttastofa RÚV hefur eftir sendiherranum:

„Við erum á þeim tíma þar sem samskipti Íslands og Póllands eru í mótun og ég vil ekki að neitt eyðileggi þau góða samstarf sem við áttum, þar til þessi grein var birt.“

Hann semsagt ítrekar það sem stóð í Stundarbréfinu:

„Ég vona að þetta mun ekki valda alvarlegum afleiðingum og muni ekki byggja upp tregðu á milli samlanda okkar.“

Blessaður maðurinn – maður spyr, hvað er hann að fara fram á?. Honum hefði verið í lófa lagið að skrifa stutta grein í blað eða koma ábendingu á framfæri við ritstjórn Stundarinnar. En með þessari framgöngu, að draga æðstu ráðamenn Íslands inn í málið, sýnir hann sig að vera afar lélegur fulltrúi þjóðar sinnar – eða á maður að trúa því að þetta viðhorf til fjölmiðla sé að verða ríkjandi meðal ráðandi afla í Póllandi?

Það er svo spurning hvernig forsetinn, forsætisráðherrann og utanríkisráðherrann svara þessu? Kannski er best að segja bara ekki neitt – láta þetta sem vind um eyru þjóta. En það mætti líka senda smá orðsendingu um tjáningarfrelsi og eðlileg samskipti fjölmiðla og yfirvalda í lýðræðisríkjum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

OR var með ólöglega álagningu

OR var með ólöglega álagningu
Eyjan
Í gær

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina