fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Frú Vigdís Finnbogadóttur um sjálfstæði Íslands 1944: „Við hefðum vel getað beðið“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 19. nóvember 2018 11:39

Frú Vigdís Finnbogadóttir Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fullveldisdagurinn, 1. desember þessi mikilvægi þjóðmenningardagur okkar, skipaði verulegan sess á mínum æskuárum. Og ég hefði frekar viljað 1. desember sem þjóðhátíðardag Íslendinga“, sagði Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, í þættinum Fullveldisöldin á RÚV í gærkvöldi.

Í þættinum var saga fullveldis Íslands og aðdragandi lýðveldisstofnunar landsins rakin af Svani Kristjánssyni prófessor og frú Vigdísi Finnbogadóttur. Nefnt var að þegar Ísland fékk fullveldi árið 1918 var gerður samningur, svonefndur fullveldissamningur, sem gilda átti til 25 ára. Hann var uppsegjanlegur einhliða eftir þann tíma og átti að endurskoða árið 1943, þegar taka átti ákvörðun um áframhaldandi samband þjóðanna.

„Síðan gerast íslendingar svo óþolinmóðir þegar þessi 25 ár eru liðin að þeir rjúka til og fara að stofna lýðveldi fyrir okkur, þann 17. júní 1944,“ segir Vigdís í þættinum.

Svanur Kristjánsson rekur að ekki hafi verið deilt um hvort stofna ætti lýðveldi, heldur hafi svokallaðir lögskilnaðarmenn og hraðskilnaðarmenn deilt um með hvaða hætti bæri að stofna lýðveldið. Lögskilnaðarmenn vildu bíða eftir að seinni heimsstyrjöldinni lyki, þar sem Danir væru undir hernámi þjóðverja og því ófærir um að standa í slíkum samningaviðræðum. Hraðskilnaðarmenn byggðu hinsvegar á vanefndarkenningu Bjarna Benediktssonar, þá borgarstjóra í Reykjavík, um að danski kóngurinn hefði ekki uppfyllt skyldur sínar til fullveldissamningsins. Sökuðu þeir lögskilnaðarmenn einnig um „Danadekur“ og undanslátt við útlendinga.

 Hefðu vel getað beðið

Frú Vigdís viðrar þá skoðun sína í þættinum að íslendingar hefðu kannski mátt bíða til loka seinni heimsstyrjaldarinnar og tekur þar með undir rök lögskilnaðarmanna. Hún segir að hún sé ein margra með þessa skoðun, sem sé mögulega ekki sérlega vinsæl:

„Við erum mörg sem að varla þorum að segja það en segjum það nú samt; við hefðum vel getað beðið. Við hefðum getað beðið þangað til Danir voru frjálsir undan þjóðverjum. Því það er svo erfitt og ekki gott að eiga í minningunni, ófrjáls þjóð eins og við vorum búin að vera öll þessi ár, að taka frelsi frá ófrjálsri þjóð. En engu að síður er ég nú þakklát fyrir það að við fengum okkar sjálfstæði og frelsi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins