fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |
Eyjan

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 14:33

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna sívaxandi ágangs ferðamanna hefur hellinum Arnarkeri verið lokað. Hellarannsóknarfélagið fjarlægði járnstiga, sem félagið setti ofan í op hellisins fyrir átján árum, fyrir viku. Þetta var gert í samráði við landeiganda en hellirinn er í landi vatnsátöppunarfyrirtækis Jóns Ólafssonar í Ölfusi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Blaðið hefur eftir Árna B. Stefánssyni, formanni hellaverndunarnefndar Hellarannsóknarfélags Íslands, að það sé kjánalegt að gera ekkert til að verja þær gersemar sem við erum að stæra okkur af.

Samkvæmt bókun markaðs- og menningarnefndar Ölfuss er stígurinn að hellinum orðinn eitt drullusvað og það sama á við um hellisbotninn sjálfan. Nefndin er jákvæð fyrir að einkaaðilar byggi upp þjónustu við hellinn. Haft er eftir Árna að ástandið við Arnarker sé ekkert einsdæmi.

„Hellarnir eru viðkvæmustu náttúruminjar landsins og þeir hafa orðið fyrir óheyrilegum skaða – af mannavöldum eingöngu. Skreyttu hellarnir eru eins og gjafavöruverslun sem er opin til sjálfsafgreiðslu. Það hverfur allt sem hægt er að taka.“

Segir Árni og bætir við að verja þurfi hellana en um leið hafa þá sýnilega. Ferðaþjónustuaðilum sé alveg sama um þetta og stjórnvöld þurfi því að taka á málunum. Leggja þurfi gjöld á ferðaþjónustuna svo hún taki þátt í kostnaði við nauðsynlegar aðgerðir.

„Það sem ég sé fyrir mér er að ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki hætti að riðlast á þessu viðkvæma landi okkar eins og rófulaus hundur á lóðatík. Ég hef með fullri alvöru farið fram á að menn leggi tíu prósent af brúttótekjum af ferðum í valda hella í varnar-, rannsókna- og fræðslusjóð. Þeir segja að það komi ekki til greina: ekki tíu prósent, ekki eitt prósent, ekki nokkurn skapaðan hlut.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Gleðigangan er í dag
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragnar Þór orðlaus: Bankastjórinn fær 312 þúsund á mánuði í 40 ár

Ragnar Þór orðlaus: Bankastjórinn fær 312 þúsund á mánuði í 40 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dýrt lambakjöt og Hagsmunagæslustofa bænda

Dýrt lambakjöt og Hagsmunagæslustofa bænda