fbpx
Mánudagur 22.júlí 2019  |
Eyjan

Sem örþjóð verðum að snúa bökum saman og takast á við þau erfiðu og alvarlegu vandamál sem blasa við

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. nóvember 2018 15:00

Styrmir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólitískt andrúmsloft í landinu er frekar andsnúið ríkisstjórninni þessa daga að mati Styrmis Gunnarssonar, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, en hann fjallar um málið í helgarblaði Morgunblaðsins.Þar segir hann ákvarðanir kjararáðs fyrir tveimur árum, auk annarra ákvarðana um launahækkanir fámennra hópa, hafi valdið alvarlegum hnút í þeim kjaraviðræðum sem nú eru að hefjast. Einnig segir hann að opin uppreisn innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, hið minnsta, gegn samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins og mjög svo klaufaleg framsetning á fjárveitingum til öryrkja í fjárlagafrumvarpinu vinni ekki með ríkisstjórninni. Hann segir að öryrkjar upplifi breytingar á upphaflegu tillögunum sem svik við þá og ekki sé ólíklegt að sem kjósendur skipi þeir sér í lið með lægst launaða fólkinu innan verkalýðsfélaganna í þeim átökum sem framundan eru.

„Þótt ekki kæmi annað til er ljóst að stjórnmálamenn þurfa að taka þær skyldur sínar sem kjörnir fulltrúar alvarlegar en þeir hafa gert að stuðla að víðtækum sáttum í samfélaginu. Og það á ekki sízt við um forystumenn stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarinnar. Þeirra er ábyrgðin á landstjórninni. Stöðug átök í svona litlu samfélagi verða þreytandi.“

Segir Styrmir og bætir við að það sé löngu ljóst að sjávarútvegurinn þurfi að vera aðili að slíkri samfélagssátt og löngu sé tímabært að leysa það sem eftir stendur af ágreiningi hans og samfélagsins. Það sé hægt því telja verði að nú sé víðtæk sátt í samfélaginu um auðlindagjöld sem grundvallarþátt í samfélagsskipaninni.

Þá segir Styrmir að nýjasta viðfangsefnið sem Íslendingar standa frammi fyrir séu þær breytingar sem eru að verða á samskiptum þjóða, þar á meðal í okkar heimshluta.

„Ljót mynd þess er orðahnippingar á milli forseta Frakklands og Bandaríkjanna. Macron sagði fyrir skömmu að Evrópuþjóðir yrðu að koma sér upp sameiginlegum her til þess að verjast ógn frá Kína, Rússlandi og Bandaríkjunum. Þetta var undarlega sagt þó að ekki væri nema í ljósi sögu síðustu hundrað ára. En ekki voru viðbrögð Trumps betri þegar hann talaði niður til Frakka á þann veg að þeir hefðu verið byrjaðir að læra þýzku þegar Bandaríkjamenn komu til skjalanna. Hver er staða örþjóðar í svona undarlegum og andstyggilegum heimi? Það er ekki til neitt einfalt svar við því. Þess vegna verðum við að hefja okkur yfir hið daglega þras og illmælgi og snúa bökum saman til þess að takast á við þau nýju, erfiðu og alvarlegu vandamál sem eru handan við hornið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni blæs á kjaftasögurnar: „Það er ekki að fara að gerast“

Bjarni blæs á kjaftasögurnar: „Það er ekki að fara að gerast“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður hjá Seðlabankanum fékk háan styrk frá bankanum til að stunda nám í Bandaríkjunum

Yfirmaður hjá Seðlabankanum fékk háan styrk frá bankanum til að stunda nám í Bandaríkjunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þegar Lækjartorg var miðpunktur mannlífs

Þegar Lækjartorg var miðpunktur mannlífs
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tryggingastofnun leiðréttir greiðslur til öryrkja í lok sumars

Tryggingastofnun leiðréttir greiðslur til öryrkja í lok sumars