fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Krafan um að erlenda vinnuaflið tali íslensku – er það innifalið í kaupinu?

Egill Helgason
Laugardaginn 17. nóvember 2018 17:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýlegum tölum frá Hagstofunni eru átján prósent vinnandi fólks á Íslandi útlendingar. Þetta er gríðarlega hátt hlutfall, hærra en í nágrannalöndunum.

Þetta er ekki vegna þess að Íslendingar séu latir, það er nánast ekkert atvinnuleysi í landinu. En við gerum kröfur um ákveðin lífsgæði – þær fela í sér að við viljum hagvöxt og til þess að hann sé mögulegur þarf fleiri vinnufúsar hendur en til eru á Íslandi..

Útlenska fólkið vinnur aðallega í ferðaþjónustu, það er hægt að fara um stór svæði á landinu án þess að hitta nokkurn tíma íslenskan starfsmann. Þetta getur varla verið öðruvísi. Í nálægum sveitum við ferðamannastaðina er ekki nógu margt fólk til að manna störfin, en Íslendingar sem búa á höfuðborgarsvæðinu og eiga þar kannski íbúðir og fjölskyldur hika við að kasta því frá sér og fara út á land að vinna við misjafnan aðbúnað

Útlendinga er líka að finna í ræstingum alls staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þeir hirða ruslið af götunum. Þeir ganga um beina á veitingahúsunum. Eru á kössum í Bónus. Byggja hús – mjög hátt hlutfall verkafólks í byggingarvinnu er erlent.

Nú sér maður maður kröfur um að útlent fólk sem vinnur þessi störf fyrir okkur tali íslensku. Fréttinni fygir langur umræðuhali þar sem er fárast yfir erlendu verkafólki sem ekki talar íslensku – þetta útkjálkamál.

Þetta er dálítið bratt. Margir útlendingarnir sem hingað koma til að vinna dvelja hér einungis tímabundið, fyrir þeim er þetta líkt og vertíð. Margir eru líka utanveltu í íslensku samfélagi. Sumir hitta næstum aldrei Íslendinga, eiga ekki orðastað við fólk af okkar þjóð nema örsjaldan.Við erum býsna lokaður hópur með okkar tungumál sem enginn skilur. Það er ekki beinlínis eins og við séum að bjóða aðkomufólk hjartanlega velkomið inn í hjörðina.

Og svo hitt – hver ætli séu laun þessa fólks? Eru þau nógu rífleg til að það taki því líka að læra erfitt erlent tungumál? Er það innifalið?

Maður heyrir líka talað um að sumir á Íslandi kunni ekkert annað en íslensku, einkum gamla fólkið.  Jæja, kynslóðin sem nú gerist aldurhnigin ólst upp við kanasjónvarpið, Elvis og síðar Bítlana. Hún var ameríkaníseruð út í gegn.

Lítil saga sem tengist þessu:

Hópur Íslendinga var á veitingastað í Reykjavík. Þeim var þjónað af ungri erlendri konu sem talar enga íslensku. Einhverjir í hópnum fóru að kvarta undan þessu, jafnvel fárast.

Það kom upp úr dúrnum að þjónustustúlkan var spænsk. Þá vildi svo til að allir Íslendingarnir bjuggu hluta árs á Spáni og áttu jafnvel hús þar. En enginn þeirra talaði stakt orð í spænsku.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran