fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Vestur-íslenski söngvarinn sem Jón Leifs vildi stöðva – fyrsta íslenska kvikmynda- og sjónvarpsmærin

Egill Helgason
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 23:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég var að skoða gamlar fréttir af veitingahúsinu Röðli í fyrradag. Röðull var reyndar fyrir mína tíð, ég kom þangað aldrei, en ég taldi mig vita að staðurinn hefði verið rekinn af konu í íslenskum búningi.

Það reynist vera rétt, konan hét Helga Magnúsdóttir, og stjórnaði Röðli um langt árabil. Hún sat víst oft frammi og seldi aðgöngumiða. Röðull var síðast á horni Skipholts og Nóatúns, þar sem nú er veitingastaðurinn Ruby Tuesday, lagði upp laupana 1976.

 

 

Röðull var vínveitingahús og ærið sukksamt þar á stundum, skilst manni. En staðurinn sýndi reyndar líka á sér sparihliðina. Þar var til dæmis boðið upp á kalt borð á sínum tíma. Þá þótti kalt borð um það bil það fínasta sem hægt var að komast í, bara haft í bestu veislum og líka í matsalnum á Gullfossi.

Ég rekst á grein í Fálkanum frá 1962 þar sem blaðamönnum hefur verið boðið í kalda borðið á Röðli – greinarhöfundur er mjög ánægður með viðurgerninginn. Blaðamenn á Íslandi hafa reyndar oft verið frekar lítilþægir. En þarna hefur semsagt verið hægt að bjóða dömu í kalt borð og fá sér svo snúning á dansgólfinu. Helga sést á myndinni í þjóðbúningnum.

 

 

Þarna rekst ég á nafn úr tónlistarlífinu sem ég kannast ekki við. Á Röðli léku hljómsveitir. Árið 1962 var það hljómsveit Árna Elfar, píanó- og básúnuleikara. Þess er sérstaklega getið að söngvarinn sé ungur Vestur-Íslendingur, Harvey Árnason, ættaður frá Ortonville í Mitchigan. Tekið er fram að faðir Harveys tali reiprennandi íslensku, en sjálfur hafi hann ljómandi rödd og kunni vel við sig á sviði, enda hafi hann sungið í næturklúbbum í Detroit.

En svo kemur hið óvænta. Í blaðinu segir frá því að Harvey hafi lent í útistöðum við tónskáldið Jón Leifs.

 

 

Viðskipti Jóns Leifs og hins unga Vestur-Íslendings hafa greinilega vakið nokkra athygli, því fjallað er um þau víðar. Þjóðviljinn skrifaði um hljómsveit Árna Elfars og nefndi Harvey sérstakleg. Er þess sérstaklega getið að nú hafi hann fengið atvinnuleyfi svo „Jón Leifs getur ekki skipt sér af söng hans héreftir“.

 

 

Vísir sagði líka frá þessu og staðhæfði að afskipti Jóns Leifs hefðu orðið þess valdandi að „nú vilja allir heyra hann syngja“.

 

 

Svona leit hljómsveit Árna Elfar út. Harvey er í miðið, í dökka smókingnum. Eftir þetta sér maður ekki að sé mikið um hann fjallað. En á Facebook er að finna aldraðan mann sem heitir Harvey Árnason. Ef maður gúglar smá þá kemst maður að því að líklega býr hann í Mitchigan.

 

 

Frægðarsól Harveys Árnasonar skein nokkuð skært í Röðli þennan vetur, 1962. Í auglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu í febrúar er hann reyndar ekki aðalnúmerið heldur Sirrý Steffen, „fyrst íslenska kvikmynda- og sjónvarpsmærin“, eins og stendur þar.

Í auglýsingunni má líka sjá að „hið vinsæla kalda borð“ er á sínum stað.

 

 

En Jón Leifs var ekki kátur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki