fbpx
Mánudagur 22.júlí 2019  |
Eyjan

Íslandspóstur þarf 1.500 milljónir frá ríkinu – Ber enginn ábyrgð á slæmri stöðu fyrirtækisins?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 07:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárlaganefnd leggur til, að undirlagi fjármálaráðherra, að Íslandspóstur fái lán upp á 1.500 milljónir frá ríkinu í stað þeirra 500 sem fyrirtækinu hafði verið heitið. Viðskiptabanki fyrirtækisins veitir því ekki frekari fyrirgreiðslu en allar lánalínur þess þar eru fullnýttar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að fyrirgreiðsla ríkisins muni eingöngu beinast að lausafjárvanda fyrirtækisins en ekki er ljóst hvort hann sé eina ástæða rekstrarvandans. Í minnisblaði til fjárlaganefndar er lítið fjallað um orsakir lausafjárvandans að sögn Fréttablaðsins.

Haft er eftir Ólafi Stephenssyni, framkvæmdastjora Félags atvinnurekenda, að hann geti ekki séð að rekstrarvandinn sé eingöngu tilkominn vegna taps á einkaréttarþjónustu Póstins en hann einn hefur heimild til að dreifa bréfum undir 50 grömmum. Ólafur bendir á að Póst- og fjarskiptastofnunin hafi í síðustu viku hafnað beiðni Íslandspósts um að fá að hækka gjaldskrá sína því afkoman af einkaréttarstarfseminni sé talin ágæt. Hann sagði að samkvæmt nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála hafi umframhagnaður Íslandspóst af einkaréttarstarfseminni verið 16 prósent 2016 sem þýðir að sögn Ólafs að viðskiptavinir hafi greitt of mikið fyrir þjónustuna.

” Við erum algjörlega sannfærð um að það eru rangar ákvarðanir og fjárfestingar á samkeppnishliðinni sem ráða mjög miklu um þessa stöðu.“

Er haft eftir Ólafi sem hvetur fjárlaganefnd til að fara vel yfir ákvarðanir stjórnenda fyrirtækisins, uppbyggingu dreifikerfisins og ýmsan samkeppnisrekstur sem Pósturinn hafi ekki átt neitt erindi í og hafi ekki skilað neinum árangri.

„Það fer að verða áleitin spurning hver ætlar að axla ábyrgð á þeim röngu ákvörðunum sem leiddu til þessarar stöðu. Er það forstjóri fyrirtækisins, er það stjórnin eða er það ráðherra?“

Er haft eftir Ólafi.

Þess má geta að Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, situr í stjórn Íslandspósts, sem varaformaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Óla Björn tala í anda Trump og sakar hann um tvískinnung: „Hann verður að leggja sig miklu betur fram“

Segir Óla Björn tala í anda Trump og sakar hann um tvískinnung: „Hann verður að leggja sig miklu betur fram“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bjarni hættir ekki

Bjarni hættir ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir umhverfisráðherra ekki til stórræðanna þegar kemur að verndun náttúrunnar gegn virkjanasóðum

Segir umhverfisráðherra ekki til stórræðanna þegar kemur að verndun náttúrunnar gegn virkjanasóðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rannveig Tenchi um Pírata: „Það er bara svo mikið einelti í flokknum“

Rannveig Tenchi um Pírata: „Það er bara svo mikið einelti í flokknum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta útilokar stofnun nýs stjórnmálaflokks: „Læt öðrum eftir það stöff“

Birgitta útilokar stofnun nýs stjórnmálaflokks: „Læt öðrum eftir það stöff“