fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Íslandspóstur þarf 1.500 milljónir frá ríkinu – Ber enginn ábyrgð á slæmri stöðu fyrirtækisins?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 07:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárlaganefnd leggur til, að undirlagi fjármálaráðherra, að Íslandspóstur fái lán upp á 1.500 milljónir frá ríkinu í stað þeirra 500 sem fyrirtækinu hafði verið heitið. Viðskiptabanki fyrirtækisins veitir því ekki frekari fyrirgreiðslu en allar lánalínur þess þar eru fullnýttar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að fyrirgreiðsla ríkisins muni eingöngu beinast að lausafjárvanda fyrirtækisins en ekki er ljóst hvort hann sé eina ástæða rekstrarvandans. Í minnisblaði til fjárlaganefndar er lítið fjallað um orsakir lausafjárvandans að sögn Fréttablaðsins.

Haft er eftir Ólafi Stephenssyni, framkvæmdastjora Félags atvinnurekenda, að hann geti ekki séð að rekstrarvandinn sé eingöngu tilkominn vegna taps á einkaréttarþjónustu Póstins en hann einn hefur heimild til að dreifa bréfum undir 50 grömmum. Ólafur bendir á að Póst- og fjarskiptastofnunin hafi í síðustu viku hafnað beiðni Íslandspósts um að fá að hækka gjaldskrá sína því afkoman af einkaréttarstarfseminni sé talin ágæt. Hann sagði að samkvæmt nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála hafi umframhagnaður Íslandspóst af einkaréttarstarfseminni verið 16 prósent 2016 sem þýðir að sögn Ólafs að viðskiptavinir hafi greitt of mikið fyrir þjónustuna.

” Við erum algjörlega sannfærð um að það eru rangar ákvarðanir og fjárfestingar á samkeppnishliðinni sem ráða mjög miklu um þessa stöðu.“

Er haft eftir Ólafi sem hvetur fjárlaganefnd til að fara vel yfir ákvarðanir stjórnenda fyrirtækisins, uppbyggingu dreifikerfisins og ýmsan samkeppnisrekstur sem Pósturinn hafi ekki átt neitt erindi í og hafi ekki skilað neinum árangri.

„Það fer að verða áleitin spurning hver ætlar að axla ábyrgð á þeim röngu ákvörðunum sem leiddu til þessarar stöðu. Er það forstjóri fyrirtækisins, er það stjórnin eða er það ráðherra?“

Er haft eftir Ólafi.

Þess má geta að Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, situr í stjórn Íslandspósts, sem varaformaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“