fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Áramótabrennur í hættu – gætu fallið á tíma

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 18:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mun flóknara leyfisferli gæti leitt til þess að leyfi fyrir áramótabrennur fáist ekki í tæka tíð og hækkun leyfis- og eftirlitsgjalda gæti margfaldað kostnað við þær. Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra (HNV) var gerð bókun við nýja reglugerð um losun frá atvinnurekstri og mengunareftirlit. Fjallað er um málið í stuttri frétt á vef heilbrigðisnefndarinnar. Þar segir:

Heilbrigðiseftirlitið hvetur þá sem hyggjast standa fyrir áramótabrennum að drífa í að sækja sem fyrst um starfsleyfi. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins  um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit nr. 550/2018, þá tekur leyfisveitingin a.m.k. 5 vikur. Ástæðan er sú að það ber að auglýsa eftir athugasemdum í 4 vikur og taka síðan saman greinargerð um útgáfuferil starfsleyfisins. Starfsleyfisferlið er það sama og ef um vær að ræða olíubirgðastöð, en vonir standa til að ferlið verði að einhverju leyti einfaldað með að gera brennur skráningaskyldar hjá Umhverfisstofnun. Málsmeðferðin felur í sér að auglýsa eða upplýsa eigi almenning í 3 skrefum um fyrirhugaða starfsemi og gefa kost á athugasemdum, eins og fyrr greinir.

Segir að einföldun hafi snúist upp í andhverfu sína

Reglum um leyfisveitingar fyrirtækja var breytt í vor með það fyrir augum að einfalda leyfisveitingarferli. En í breytingunum er gert ráð fyrir sama ferli fyrir til dæmis stór fiskeldisfyrirtæki og fyrir örfyrirtæki og framtak á borð við áramótabrennur, sem þýðir miklu flóknara ferli fyrir slíka aðila, að sögn Sigurjóns Þórðarsonar, framkvæmdastjóra HNV:

„Eftirlitsgjöld hækka margfalt og starfsleyfisgjald tugfalt,“ segir Sigurjón. Auk þess þarf að birta þrjár auglýsingar fyrir hverja starfsemi og tekur ferlið lágmark fimm vikur:

„Fyrir breytingarnar sem gerðar voru í vor, þ.e. reglugerð 550/2018, höfðu heilbrigðisnefndir sjálfdæmi um að auglýsa einföldustu fyrirtæki og síðan fyrirtæki sem eru inni á skipulögðum iðnaðarsvæðum. Eftir breytingarnar ber heilbrigðisnefndum hins vegar að auglýsa öll fyrirtæki, stór og smá, með sama hætti, t.d.  áramótabrennur, bensínstöðvar, bílaþvottastöðvar og svo framvegis.

Auglýsingarnar verða að vera þrjár. Í fyrsta lagi á að segja frá því þegar umsókn berst.

Í öðru lagi á að auglýsa drög að starfsleyfi sem fólk getur gert athugasemdir við. Í þriðja lagi á að auglýsa endanlegt starfsleyfi með greinargerð um fyrirtækið Það er auðvitað út í hött að vera að gera greinargerð um minnstu fyrirtæki og áramótabrennur.“

Sigurjón bætir við að hugmyndin hafi verið að stytta þennan feril fyrir ákveðin fyrirtæki með því að gera þau skráningarskyld hjá Umhverfisstofnun. Honum líst engan vegin á þau áform:

„Sú reglugerð, þ.e. um skráningarskyldu, er ekki komin út og þau drög sem hafa birst eru flóknari ferill en sú leyfisveiting sem fram fór hjá heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, og kostnaðarsamari.“

Samkvæmt þessum upplýsingum þurfa þeir sem ætla að standa fyrir áramótabrennum annaðhvort að hefja umsóknarferlið strax eða breyta þarf reglunum ef það á að vera hægt að kveikja í brennunum á áramótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

OR var með ólöglega álagningu

OR var með ólöglega álagningu
Eyjan
Í gær

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina