fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |
Eyjan

Verðlagseftirlit ASÍ: Þjónustugjöld bankanna hækka langt umfram verðlag – Arion dýrastur í flestum tilfellum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjónustugjöld bankanna hafa hækkað langt umfram vísitölu neysluverðs þrátt fyrir mikla hagræðingu í bankakerfinu á síðustu árum. Þetta kemur fram í úttekt verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands.

Þar er sagt dýrt að sækja sér þjónustu í útibú eða í símaver en gjöld tengd slíkri þjónustu hafi hækkað mikið á síðustu árum auk þess sem ýmsir þjónustuliðir hafi bæst við sem ekki voru til áður. Þá rukka bankarnir viðskiptavini enn fyrir ýmsan kostnað sem á ekki við í dag eins og FIT 1 kostnað. Gjaldskrár bankanna eru þar að auki sagðar afar flóknar og ógagnsæjar sem gerir neytendum erfitt fyrir að átta sig á kostnaði eða gera samanburð milli banka.

Samkvæmt úttekt ASÍ virðist Arion banki vera dýrastur í flestum kostnaðarliðum sem úttektin nær til, þó svo oft muni ekki miklu milli bankanna þriggja. Er þá talin til kostnaður vegna debet- og kreditkorta, netbanka, þjónustu í útibúi og íbúðarlána.

Samanburður á þjónustugjöldum bankanna

Þegar vísitala neysluverðs er skoðuð má sjá að þjónustugjöld banka og kostnaður við greiðslukort hefur hækkað langt um fram vísitölu neysluverðs þrátt fyrir mikla hagræðingu í bankageiranum á síðustu árum með mikilli fækkun útibúa og starfsmanna.

375% verðmunur á afgreiðslugjaldi

„Miklar breytingar hafa orðið á gjaldskrám bankanna frá 2015 til dagsins í dag. Mörg gjöld hafa hækkað mikið auk þess sem ýmis ný gjöld hafa orðið til og þá sérstaklega gjöld sem varða þjónustu í útibúum. Bankarnir eru farnir að rukka hærri gjöld fyrir þjónustu sem krefst aðstoðar þjónustufulltrúa, hvort sem það er í gegnum síma eða í útibúi á meðan þjónustan kostar mun minna eða ekkert ef fólk framkvæmir aðgerðirnar sjálft. Þannig hefur Arion banki tekið upp fast afgreiðslugjald upp á 195 kr. fyrir aðgerðir sem framkvæmdar eru af þjónustufulltrúa en ýmsir liðir kosta þó töluvert meira. Mestur er verðmunurinn á afgreiðslugjaldi vegna innlagnar reiðufjár í annan banka sem kostar 495 kr. hjá Arion banka, 375 kr. hjá Íslandsbanka og 100 kr. hjá Landsbankanum en það gerir 375% verðmun á hæsta verðinu hjá Arion og því lægsta hjá Landsbankanum. Það getur því verið dýrkeypt að þurfa á afgreiðslu þjónustufulltrúa að halda hvort sem það er í síma eða útibúi. Þá hafa tilkynninga- og greiðslugjöld hækkað mikið hjá öllum bönkunum auk þess sem gjöld sem tengjast íbúðalánum hafa hækkað mikið hjá Íslandsbanka og Arion banka.“

Starfsfólk bankanna skilur ekki verðskrárnar

Verðskrár bankanna eru sagðar afar flóknar og ógagnsæjar auk þess að vera mjög langar en gjaldliðir bankanna nema hundruðum:

„Þar að auki bera margir gjaldliðir mismunandi nöfn eftir bönkum og er því er erfitt að bera gjaldskrárnar saman til að sjá hver býður best. Starfsfólk bankanna sem verðlagseftirlitið talaði við átti fullt í fangi með að lesa út úr verðskránum og voru svör starfsfólks varðandi ýmsa gjaldliði misjöfn eftir því við hvern var talað. Það virðist því ekki vera hlaupið að því að 1 Fit kostnaður er sá kostnaður sem bankarnir innheimta sé farið fram úr heimild á reikningi fá svör um hvað þjónusta bankanna kostar. Í ofanálag bjóða bankarnir ekki upp á sundurliðað yfirlit þar sem hægt er að sjá hvaða þjónustuliði viðskiptavinir eru að borga fyrir og er því ekki gott að átta sig á heildarkostnaðinum við þjónustuna.“

Verðhækkanir og fákeppni þrátt fyrir hagræðingu

Á síðustu þremur árum (okt 2015- okt 2018) hefur bankakostnaður hækkað um 11% og kostnaður við greiðslukort um 19% en á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7%. Frá árinu 2008 hefur útibúum bankanna fækkað úr 146 í 74 og starfsmönnum fækkað úr 4.326 í 2.850 eða um tæplega 1500:

„Viðskiptavinir geta í dag framkvæmt flest alla þjónustu rafrænt án beinnar aðkomu starfsfólks og án þess að fara í útibú en tækniframfarir spila stóran þátt í þessum miklu breytingum sem hafa gert bönkunum kleift að hagræða síðustu ár. Það vekur því nokkra furðu að verðhækkanir þeirra séu jafnmiklar og raun ber vitni. Þrátt fyrir að einhver munur sé á verðlagningu bankanna virðist lítil samkeppni vera í verðlagningu milli þeirra. Ef einn banki hækkar gjöld virðist næsti fylgja á eftir með svipaðar verðhækkanir. Það er því ekki að sjá að bankarnir reyni að keppa um viðskiptavini í verði og einkennist markaðurinn af fákeppni. Neytendur eru hvattir til að skoða hvernig þeir geta lækkað bankakostnað sinn en í mörgum tilfellum má komast hjá kostnaði með því að framkvæma þjónustuna sjálfur á netinu og forðast að fara í útbúin eða hringja í bankana. Hér má sjá samanburð á gjaldskrám bankanna í heild sinni.“

Um könnunina

Úttektin náði til þjónustugjalda stærstu viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Við gerð þessarar úttektar var stuðst við gildandi verðskrár bankanna auk eldri verðskráa sem voru í gildi haustið 2015. Einnig var stuðst við upplýsingar frá starfsmönnum bankanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Gleðigangan er í dag
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragnar Þór orðlaus: Bankastjórinn fær 312 þúsund á mánuði í 40 ár

Ragnar Þór orðlaus: Bankastjórinn fær 312 þúsund á mánuði í 40 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dýrt lambakjöt og Hagsmunagæslustofa bænda

Dýrt lambakjöt og Hagsmunagæslustofa bænda