fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Ólöf harðorð í garð Fjölmiðlanefndar: „Fáar ríkisstofnanir eru jafn óþarfar“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 11:26

Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, segir að ef Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sé alvara með því að láta ekki frjálsa fjölmiðla deyja út á sinni vakt þá þurfi hún að leggja niður Fjölmiðlanefnd. Ólöf er harðorð gegn nefndinni í leiðara blaðsins í dag og segir hún að í raun felist hlutverk nefndarinnar í að leggja stein í götu fjölmiðla með sektum, boðum og bönnum.

Fyrr í vikunni var Fjölmiðlanefnd sýknuð í héraðsdómi af stefnu 365 miðla um að fella niður milljón króna sekt sem nefndin lagði á tímaritið Glamour vegna áfengisauglýsinga. Um er að ræða blað á íslensku sem var gefið út af bresku félagi. Segir Ólöf að með birtingu auglýsinganna hafi verið láta reyna á hvort íslenska Glamour gæti notið jafnræðis á við erlend systurblöð án þess að eiga yfir höfði sér háar sektir frá Fjölmiðlanefnd.

„Nefndin lét sér hins vegar ekki nægja að eltast við miðilinn á Íslandi, heldur brá sér til Bretlands og sektaði blaðið. Engar spurnir hafa borist af því að forsvarsmenn breskra, bandarískra eða danskra tímarita, sem seld eru hér á landi og birta sams konar auglýsingar, hafi fengið sambærilegar sektir,“ segir Ólöf. Hún segir að það sé langt síðan að öllum hafi verið ljóst að ekki sé hægt að viðhalda banni gegn áfengisauglýsingum: „Þær eru alls staðar, líkt og bent hefur verið á. Sá málflutningur virðist seint ætla að berast þeim til eyrna sem hafa með málið að gera. Meðal annars þess vegna lifir tilgangslaus stofnun á borð við fjölmiðlanefnd góðu lífi.“

Veltir hún því upp hvort vandamálið sé einfaldlega að Fjölmiðlanefnd tali ekki útlensku, á meðan tapi íslenskir fjölmiðlar. Beinir Ólöf síðan orðum sínum að Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra: „Ef ætlun menntamálaráðherra er ekki að láta frjálsa fjölmiðla deyja út á sinni vakt þarf hún að minnsta kosti að búa þannig um hnútana að þeir fái að starfa í friði fyrir óþarfri nefnd um lög sem standast ekki tímans tönn. Það er lágmark.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

OR var með ólöglega álagningu

OR var með ólöglega álagningu
Eyjan
Í gær

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina