fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2019
Eyjan

Lögheimili manns var breytt að honum forspurðum – Þjóðskrá breytir verklagi sínu

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar fyrirspurna frá umboðsmanni Alþingis hefur verklagi við skráningu lögheimilis hjá þjóðskrá verið breytt í tilteknum málum. Tilefni athugunarinnar var fréttaflutningur um að lögheimili manns hefði verið flutt til annars lands að honum forspurðum.

Í tilkynningu frá umboðsmanni Alþingis segir að ákvarðanir um breytt lögheimili geti haft veruleg áhrif á réttarstöðu viðkomandi, s.s. í heilbrigðis- og tryggingakerfinu og vegna félagsþjónustu sveitarfélaga:

„Umboðsmanni þótti því ástæða til að afla upplýsinga um þetta verklag. Í svari frá þjóðskrá kom m.a. fram að lögheimili mannsins hefði verið breytt í kjölfar staðfestingar sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á samkomulagi um forsjá og meðlag sem maðurinn átti aðild að og var einnig grundvöllur slita á skráðri sambúð. Þar hafi komið fram að maðurinn byggi erlendis og lögheimilinu því verið breytt í samræmi við vinnureglur hjá þjóðskrá. Umboðsmaður ákvað að kanna nánar hvernig staðið væri að meðferð mála þar sem lögheimili er breytt án þess að fyrir liggi skýr beiðni viðkomandi um það. Þar með talið þegar breytingin er byggð á gögnum sem komið hafa fram við meðferð máls af hálfu annars stjórnvalds. Upplýst var í bréfi frá þjóðskrá að í ljósi þessa máls hefði verið ákveðið að breyta verklagi þegar svona hátti til. Þegar tilkynningar bærust samhliða úrlausn mála hjá sýslumanni yrði tryggt að viðkomandi staðfesti sjálfur nýtt lögheimili áður en því væri breytt í þjóðskrá. Í framhaldinu fékk umboðsmaður upplýsingar um að fulltrúar þjóðskrár og sýslumanns hefðu farið yfir verkferil og greitt úr málinu. Í bréfi frá þjóðskrá kom einnig fram að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið væri að kanna möguleika á að fjalla með skýrari hætti um skráningu lögheimilis við sambúðaslit, skilnað að borði og sæng og lögskilnað í nýrri reglugerð um lögheimili og aðsetur sem verið væri að útfæra. Með hliðsjón af þessu taldi umboðsmaður ekki tilefni til að taka málið til formlegrar athugunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Rafvirkjar brjálaðir eftir nýjan kjarasamning – „Það er best að þið aumingjarnir sem kusuð ekki skammist ykkar“

Rafvirkjar brjálaðir eftir nýjan kjarasamning – „Það er best að þið aumingjarnir sem kusuð ekki skammist ykkar“
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“

Katrín á kynjafræðiráðstefnu með Reykjavíkurdætrum: „Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Eyjan
Í gær

„Samkeppniseftirlitið er versta stjórnvald landsins“

„Samkeppniseftirlitið er versta stjórnvald landsins“
Eyjan
Í gær

Þorsteinn hjólar í „vanhæfan“ Steingrím: „Forsætisnefnd Alþingis hin raunverulega siðanefnd“

Þorsteinn hjólar í „vanhæfan“ Steingrím: „Forsætisnefnd Alþingis hin raunverulega siðanefnd“
Eyjan
Í gær

Staðfesting á misnotkun dómsvalds

Staðfesting á misnotkun dómsvalds
Eyjan
Í gær

Norðurstrandarleið á lista meðal tíu bestu áfangastaða Evrópu

Norðurstrandarleið á lista meðal tíu bestu áfangastaða Evrópu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Uppsagnir hjá Íslandsbanka í dag: „Erum að færa ráð­gjafa­þjónustuna í önnur úti­bú“

Uppsagnir hjá Íslandsbanka í dag: „Erum að færa ráð­gjafa­þjónustuna í önnur úti­bú“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna um „verstu sortina“ af kapítalista: „Maðurinn sem SA ganga nú fram fyrir skjöldu til að verja“

Sólveig Anna um „verstu sortina“ af kapítalista: „Maðurinn sem SA ganga nú fram fyrir skjöldu til að verja“