fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Bjarni Ben segir niðurskurð til öryrkja vera „misskilning“ – Þingmaður boðar komu sína í mótmæli á þingpöllum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 13:23

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn takast nú á í fjölmiðlum um hvort tillögur fjárlaganefndar til fjárlaga næsta árs feli í sér niðurskurð til öryrkja eða ekki. Orðalagið virðist vera helsti ásteytingarsteininn, því stjórnarandstæðingar tala um fáheyrðan niðurskurð milli fyrstu og annarrar umræðu, meðan stjórnarliðar tala um minni hækkun en gert hafi verið ráð fyrir á tímabilinu. Málið sé í raun einn stór misskilningur.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, sagðist vera undrandi á þessum tillögum fjárlaganefndar, þessi hópur hefði ekki fengið neinar leiðréttingar, öfugt við aðra hópa í landinu. Þá sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingar í fjárlaganefnd, að tillögurnar séu óskiljanlegar á „hátindi hagsveiflunar.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði það fáheyrt að ríkisstjórn lækki boðuð framlög til viðkvæmra hópa, milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga.  Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir að „einbeittan brotavilja“ þurfi til að lækka framlag til öryrkja um rúmlega milljarð og útskýra það með forsendubresti.

Einn stór misskilningur

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði við RÚV að í raun væri það töf á kerfisbreytingum sem orsakaði þennan misskilning, því í raun væri verið að auka framlögin, ekki skera þau niður:

„Það er mikill munur á því að fara í niðurskurð á almannatryggingum sem standa undir greiðslum til öryrkja, eða því sem við erum að gera sem er að bæta í. Við erum með fjóra milljarða sem við höfum tekið frá á ári til þess að ráðast í breytingar til hagsbóta fyrir öryrkja. Það  er vinna sem hefur staðið yfir í nokkur ár og stendur enn yfir. Vegna þess hve langt er liðið á árið erum við ekki að gera ráð fyrir því að breytingarnar geti tekið gildi frá og með áramótum og það hefur þá þær afleiðingar að sú fjármögnun sem fylgir kemst ekki út til öryrkja frá og með áramótum en við erum að gera ráð fyrir að það geti orðið, samkvæmt þessum tillögum, á fyrsta ársfjórðungi. Í heildina þýðir þetta það að í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir að við myndum bæta til öryrkja á næsta ári  sex milljörðum en vegna þeirra tafa sem eru að verða á kerfisbreytingum þá eru það 5 milljarðar sem bætast við. Þannig að allt tal um niðurskurð er á algjörum misskilningi byggt.“

Misskilningum mótmælt

Jæja-hópurinn hefur efnt til mótmæla á pöllum Alþingis á morgun klukkan 17 undir yfirskriftinni „Stöðvum niðurskurðinn – Mætum á pallana“.

Þar segir einnig:

„Ríkisstjórnin leggur til að skera niður framlög til öryrkja um rúman milljarð í stað þess að hækka skatta á hina ríku. Mætum á pallana og sýnum þinginu að við séum að fylgjast með og sættum okkur ekki við niðurskurð til öryrkja á meðan enn stendur til að lækka veiðigjöld um 3. milljarðar. Höfnum sveltistefnu nýfrjálshyggjunnar og krefjumst fjármögnunar velferðarkerfisins og heilbrigðiskerfisins. Ríkisstjórnir eiga ekki að skera niður þegar hægir á hagkerfinu heldur að auka útgjöld!  Fólk framar auðvaldi! Stöðvum sveltistefnuna!“

Þegar þetta er skrifað hafa alls níu manns boðað komu sína og aðrir 40 segjast áhugasamir.  Meðal þeirra sem boða komu sína er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus