fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Hvað á verkalýðshreyfingin að leggja mesta áherslu á í kjaraviðræðum ? – Vilhjálmur vill þitt álit

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 14:15

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ, verður í eldlínunni þegar kjarasamningar hefjast við stjórnvöld á næsta ári. Alls 146 kjarasamningar renna út þann 31. mars næstkomandi, en stríðandi fylkingar verkalýðsforystunnar annarsvegar og aðila vinnumarkaðarins hinsvegar, hafa karpað um hvað hægt sé að gera til að fólk lifi af mánaðarmótin, en ógni ekki stöðugleikanum, undanfarin misseri. Sitt sýnist hverjum í þeim málum.

Vilhjálmur biður nú netverja um aðstoð á Facebook, um hvað skuli leggja mesta áherslu á í komandi kjaraviðræðum:

„Mig langar að spyrja ykkur félagar hvað mynduð þið vilja að verkalýðshreyfingin myndi leggja mestu áherslu á í komandi kjarasamningum við stjórnvöld? Endilega segið ykkar skoðun.“

Afnám verðtryggingar

Miðað við þau svör sem Vilhjálmur hefur fengið í athugasemdarkerfinu, er afnám verðtryggingar það sem liggur fólki mest á hjarta. Einnig er kallað eftir skatta- og vaxtalækkunum, nýjum gjaldmiðli, skattfrjálsum lágmarkslaunum, hækkun persónuafsláttar, óskerðanlegu bótakerfi, húsnæðisliðnum úr vísitölunni, ódýrara leiguhúsnæði og krónuhækkunum í stað prósentuhækkana, svo það helsta sé nefnt.

Hvað vilt þú leggja til, lesandi góður ?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki