fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Eyjan

Haukur segir kröfuna um afsagnir stjórnmálamanna oftast „glórulausa“: „Þarf að byggjast á prinsippum í stað tækifærismennsku“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 09:43

Haukur Örn Birgisson Mynd/Golf1.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands og fyrrum stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna, fjallar um afsagnir stjórnmálamanna í  Bakþanka Fréttablaðsins í dag. Hann segist lesa fréttir þess efnis dag hvern, að einhver krefjist þess að einhver annar segi af sér, oftast meðal stjórnmálamanna:

„Í langflestum tilvikum er krafan glórulaus þar sem tilefnið er svo lítið eða fjarlægð stjórnmálamannsins við hinn voveiflega atburð svo mikil, að útilokað er að við hann sé að sakast. Stundum er tilefnið ærið þótt engin verði samt afsögnin. Hér á landi hefur ekki skapast mikil hefð fyrir afsögnum.“

Það áhugaverðasta við þetta ferli er hneykslunin, að mati Hauks, hjá þeim sem krefjast afsagnarinnar, en fá hana ekki:

„Þeir eiga ekki til orð yfir því að viðkomandi ætli sér að sitja áfram og benda gjarnan á að einhver ráðherra í öðru landi hafi sagt af sér af miklu minna tilefni. Í útlöndum virðast ráðherrar segja af sér við minnsta tilefni. Mér fannst til dæmis furðulegt þegar norskur sjávarútvegsráðherra sagði af sér út af því að hann tók vinnusímann með sér til útlanda. Kúltúrinn er greinilega annar hjá útlenskum stjórnvöldum og kannski er það fyrir bestu því við erum svo fámenn – það er ekki til nóg af fólki til að taka við af öllum þeim sem þurfa að hætta.“

Haukur segir að umræðan megi ekki byggjast á tækifærismennsku, enda geti hún fellt fólk á eigin bragði:

„Það breytir því samt ekki að umræðu um afsögn verður að taka á vitrænum nótum en ekki í þeim tilgangi að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Það er svo barnalegt. Umræðan þarf að byggjast á prinsippum í stað tækifærismennsku. Auk þess er það svo, að búmerangið kemur til baka. Þeir sem voru að rifna úr hneykslun yfir því að pólitískur andstæðingur sagði ekki af sér í fyrra, sjá enga ástæðu til að samflokksmaður þeirra (eða þeir sjálfir) segi af sér síðar. Svona snýst þetta, hring eftir hring.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Í gær

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“
Eyjan
Í gær

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda