fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
Eyjan

Björn Leví hneykslaður: „Mætir þú í jarðarfarir og lætur þingið borga fyrir það? Finnst þér það í lagi?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 11:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrst við erum að tala um það þá rek ég augun í eitt sem þú sagðir sérstaklega og langar til þess að spyrja þig um á grafalvarlegu nótunum. Mætir þú í jarðarfarir og lætur þingið borga fyrir það? Finnst þér það í lagi?“

Þannig hljómar spurning þingmanns Pírata, Björns Leví Gunnarssonar, sem hann beinir til þingmanns Sjálfstæðisflokksins, Ásmundar Friðrikssonar á Facebook. Ásmundur skrifaði grein á Eyjar.net þar sem hann segir þingmanninn vera þjón fólksins í kjördæminu. Mikið hefur verið rætt um endurgreiðslur vegna aksturs þingmanna síðustu mánuði og sitt sýnist hverjum. Ásmundur Friðriksson fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar fyrir akstur í kjördæminu árið 2017. Ásmundur hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þetta og sérstaklega af Pírötum. Grein hans á Eyjar.net er tilraun hans til að svara þeirri gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir. Þar segist hann m.a. taka þátt í gleði og sorg.

„Ég er heppinn, hef verið beðinn að aðstoða við fjölmörg mál sem snerta einstaklinga og fyrirtæki í kjördæminu. Þá legg ég lið á skemmti- og góðgerðarkvöldum og ég mæti sem ræðumaður eða gestur á fjölda skemmtana. Þannig tek ég þátt í gleði og sorg samfélagsins og mæti gjarnan í útfarir og heimsæki fólk á spítala og dvalarheimili.”

Bætti Ásmundur við að allt þetta kostaði mikinn akstur og fjarveru af heimilinu. Björn Leví rak augun sérstaklega í að Ásmundur talar um að mæta í jarðarfarir og telur það grafalvarlegt ef Ásmundur sé að rukka aksturpeninga fyrir slíkt.

„Er það í alvörunni hluti af starfi þínu sem þingmaður að telja það (útfarir) sem endurgreiðanlegan starfskostnað skv. fundarboði? Nú mættum við saman á jarðarför um daginn og ég verð að viðurkenna að ég velti því fyrir mér á hvaða bíl þú mættir. En, nei … ég trúði því ekki að þú myndir láta þingið borga fyrir ferðakostnað í jarðarför. Endilega segðu og sýndu mér að þú hafir ekki látið skattgreiðendur borga fyrir þessa eða aðrar jarðarfarir sem þú mættir í.“

DV hafði samband við Ásmund sem baðst undan að svara spurningum og vildi tjá sig um málið síðar. Vildi hann ekki svara beint út hvort hann skrái í aksturbók þegar óskað er eftir nærveru hans við útfarir. Vísaði Ásmundur í pistilinn sem hann skrifaði á Eyjar.net þar sem má skilja að hann skrái það í akstursbókina ef um útfarir sé að ræða. Þá sagði Ásmundur í samtali við DV:

„Það er oft óskað eftir nærveru minni þegar það eru jarðarfarir í kjördæminu og ég lít á það sem skildu mína að koma að gagni á erfiðum stundum. Pistillinn á Eyjar.net talar sínu máli. Ég ætla ekki að tjá mig frekar fyrr enn umræðum um þessi mál er lokið í þinginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur