fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Þórður ætlar að afhjúpa meintan huldumann

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 12. nóvember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaupþing var ekki banki í hefðbundum skilningi, heldur ein stór svikamylla sem stundaði blekkingar til að lítill hópur gæti grætt sem mest. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, Kaupthinking – Bankinn sem átti sig sjálfur, sem kemur út á næstunni. Þórður ræddi um bókina við Egil Helgason í Silfrinu í gær, sagði hann að í bókinni yrði afhjúpað hver er hugsanlega huldumaðurinn sem var á bak við aflandsfélagið Dekhill Advisors.

Þórður Snær hefur safnað gögnum sem eru notuð við gerð bókarinnar í tæplega áratug, allt frá hruni. Á þessum tíma hefur hann farið yfir 40 þúsund skjöl og tekið viðtöl við hundruð manns. Á þessu ári fékk hann svo rannsóknar gögn í hendurnar sem gerðu honum kleift að klára bókina, þar á meðal yfirheyrslur yfir fjárfestum á borð við Kevin Stanford og Sheik Al-Thani, einnig hafði hann aðgang að greinargerðum rannsakenda. Segir á bókarkápunni að um sé að ræða sögu „um ofmetnað og græðgi, stórfelldar blekkingar og svik, samtryggingu og samsæri“.

Það er enn margt á huldu varðandi Kaupþing. Í fyrra var það afdráttarlaus niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8% hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Fram kom að aflandsfélagið Dekhill Advisors hefði hagnast um  marga milljarða á sölufléttu Búnaðarbankans á sínum tíma. Sagði Þórður Snær í viðtalinu við Egil ætli hann jafnframt að afhjúpa í bókinni um þann sem rannsakendur telja að hafi í raun átt félagið Dekhill Advisors.

Þórður Snær segir að það sem honum hafi þótt eitt það áhugaverðasta hafi verið afrit af yfirheyrslum yfir stjórnendum og stórum viðskiptavinum bankans þar sem hægt sé að sjá hvernig þeir litu á bankann: „Í þeim samtölum og svörum í yfirheyrslum kemur fram að margir þeirra litu á hann sem einhvers konar svikamyllu,“ segir Þórður Snær. „Sumir af stærstu viðskiptavinum bankans segja það í yfirheyrslum. Einn sá stærsti, Kevin Stanford, segir að þetta hafi bara verið Ponzi-svindl. Bankinn hafi átt sig sjálfur og það verið ótrúlegt að einhver hafi ekki tekið upp símann og hringt í einhvern, en af einhverjum ástæðum hafi það ekki verið gert. Þá er hann að vísa í að bankinn fjármagnaði hlutabréf í sjálfum sér, hann var í raun í eigu síns sjálfs og aðalstarfsemi hans hafi verið að lána litlum hópi gríðarlega fjármuni.“

Hér má sjá viðtalið við Þórð Snæ í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“