fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Umtalaðasti maður landsins í nærmynd: Umdeildar mótmælaaðgerðir og kæra fyrir smygl

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 10. nóvember 2018 14:00

Kjaraviðræður 1991 Jónas ásamt Guðlaugi Þorvaldssyni sáttasemjara og Guðmundi Hallvarðssyni formanni SÍ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn umræddasti maður landsins þessa dagana er Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Eftir að Heiðveig María Einarsdóttir bauð sig fram til formanns félagsins hófst skrautleg atburðarás og deilur milli hennar og núverandi stjórnarmanna. Jónas hefur farið mikinn í umræðunni og sakað Heiðveigu um að spilla sameiningu sjómannafélaga. Var Heiðveigu vikið úr félaginu og verður málið tekið fyrir hjá félagsdómi á næstunni. Jónas hefur starfað fyrir Sjómannafélagið í næstum fjörutíu ár og á sér merkilega en jafnframt sorglega sögu. Hann hefur staðið fyrir hörðum mótmælaaðgerðum og komist í kast við lögin fyrir smygl. Haustið 2005 létust tvær manneskjur í skemmtiferð um Sundin og var Jónas dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.

 

Jónas Garðarsson er fæddur í Reykjavík þann 8. október árið 1955 og ólst upp á höfuðborgarsvæðinu. Eftir gagnfræðapróf fór hann á sjóinn og var í siglingum á skipum Eimskipafélagsins í tíu ár. Um tíma var hann einnig á íslenskum varðskipum.

Árið 1982 hóf Jónas störf hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur, sem síðar varð að Sjómannafélagi Íslands. Árið 1991 var Jónas orðinn framkvæmdastjóri Sjómannafélagsins og árið 1994 formaður. Einnig hefur hann setið í stjórnum Sjómannasambands Íslands, Lífeyrissjóðs sjómanna, sambandsstjórnar Alþýðusambands Íslands og í sjómannadagsráði.

Rimman við Eimskip

Haustið 1998 vakti Jónas nokkra athygli fyrir beinar aðgerðir varðandi hentifánaskipið Hanseduo, eitt af níu skipum sem Eimskip höfðu á leigu. Var Hanseduo að flytja aðföng fyrir álverið í Straumsvík og lesta ál til útflutnings. Jónas hafði áður lýst því yfir í viðtali á Bylgjunni að ef hugmyndir um skráningu hentifánaskipa hér á landi yrðu að veruleika yrði það dauðadómur yfir íslenskri farmannastétt.

Jónas og þrjátíu félagar hans í Sjómannafélaginu sáust á lóð álversins með lambhúshettur og kunni Rannveig Rist forstjóri því illa. Klæðnaðurinn var þó ekki til að vekja skelfingu heldur til að verjast kuldanum. Stóðu þeir alla nóttina og kröfðust þess að fulltrúar Eimskipa settust við samningaborð til að ræða kjör áhafnarinnar sem var að mestu leyti frá Filippseyjum. Sögðu félagsmenn þessa sjómenn aðeins fá um 30 þúsund krónur í mánaðarlaun. Forsvarsmenn Eimskipa töldu aðgerðir félagsmanna hins vegar algjörlega ólöglegar og að kjarasamningar áhafnarinnar uppfylltu öll alþjóðleg ákvæði.

Nokkrum dögum seinna fóru Jónas og félagar hans um borð í hentifánaskip að nafni Hansewall. Lá það við bryggju í Sundahöfn og var einnig á leigu hjá Eimskipum. Var Jónasi og félögum meinaður aðgangur að svæði Eimskipa þegar þeir vildu kanna pappíra áhafnarinnar. Fóru þeir þá yfir hliðið og komust um borð. Slíkar aðgerðir héldu áfram, til dæmis þegar skipið Nordheim var stöðvað við affermingu árið 1999. Setti sýslumaðurinn í Reykjavík að lokum lögbann á aðgerðirnar en Sjómannafélagið var sýknað í héraðsdómi.

Ákærður fyrir smygl

Í maí mánuði árið 2000 var greint frá því að lögreglan í Reykjavík hefði til meðferðar mál sem tengdist ólöglegri meðferð á áfengi, sem talin var tengjast smygli. Alls var lagt hald á um 200 lítra af áfengi. Voru tveir menn teknir til yfirheyrslu vegna málsins og annar af þeim var Jónas Garðarsson. Í viðtali við Vísi sagðist hann ekki hafa verið uppvís að smygli. Þegar fréttamaður RÚV spurði Jónas hvort stjórn Sjómannafélagsins hefði skoðun á áfengissmygli „hló hann við spurningunni og sagði félagið ekki hafa neina skoðun á þess háttar smygli sem viðgengist hefði frá örófi alda“ eins og stóð í DV 24. október þetta ár. Jónas var ákærður fyrir smygl en sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur haustið 2002.

Átök á bryggjunni
Jónas og tveir félagar hans handteknir í ágúst 2001.

Handteknir á bryggjunni

Mikill æsingur varð í kringum komu skemmtiferðaskipsins Clipper Adventurer frá Panama í ágúst árið 2001. Benti Sjómannafélagið á að áhöfn skipsins væri ekki með kjarasamninga sem uppfylltu skilyrði Alþjóða flutningaverkamannasambandsins og vildu Jónas og félagar hans mótmæla við skipshlið. Lögbann var sett á aðgerðirnar en engu að síður mættu þeir ásamt fólki úr öðrum verkalýðsfélögum.

Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir Landsýn sá hins vegar við mótmælendum og var skipinu ekki lagt að bryggju. Þess í stað voru ferðamennirnir ferjaðir með gúmmíbát í land. Lögreglan var á svæðinu til að sjá til þess að allt gengi friðsamlega fyrir sig en þegar pústrar komu upp voru Jónas og tveir aðrir mótmælendur handteknir. Eftir þetta sagðist Jónas íhuga að kæra lögregluna fyrir ofbeldi. Einn þeirra sem handteknir voru, Árni Konráðsson, var tæplega áttræður og þurfti að leita á slysadeild eftir fangbrögð lögreglunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki