fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

VR fær heimild til að byggja tvö fjölbýlishús í Úlfarsárdal

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 9. nóvember 2018 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð hefur samþykkt að veita VR lóðavilyrði fyrir lóð ásamt byggingarrétti fyrir 36 íbúðir við í Úlfarsárdal. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér í dag.

Þar kemur fram að lóðin sé á reit C1 við Skyggnisbraut, Gæfutjörn og Silfratjörn í Úlfarsárdal og gerir VR kleift að byggja 36 íbúðir en verkalýðsfélagið hefur lýst því yfir að það vilji standa að uppbyggingu leiguhúsnæðis fyrir félagsmenn sína. VR verður heimilt að byggja tvö fjölbýlishús á reitnum, samtals 3.225 fermetra.

Lóðarvilyrðið gildir í sex mánuði frá staðfestingu borgarráðs og er bundið því skilyrði að VR stofni leigufélag sem rekið er án hagnaðarsjónarmiða með það að markmiði að tryggja húsnæðisöryggi og hagkvæma leigu.

VR er heimilt að framselja nýju húsnæðisfélagi lóðarvilyrðið. Nýstofnuðu félagi verður seldur byggingarrétturinn að beiðni VR með ákvörðun borgarráðs. Lóðarhafi skuldbindur sig til þess að selja 5% af heildarfjölda íbúða, ekki færri en tvær íbúðir, til Félagsbústaða og munu aðilar gera með sé samning þar að lútandi. Í samkomulaginu verða ákvarðaðar stærðir, staðsetning, skil íbúða og greiðsluflæði á byggingartíma miðað við framvindu uppbyggingarinnar. Félagsbústaðir munu sækja um stofnframlög vegna þessara íbúða til Íbúðalánasjóðs og Reykjavíkurborgar. Ef endanlegur samningur um kaupin liggur ekki fyrir innan tveggja mánaða frá úthlutun lóðarinnar fellur hún niður án sérstakrar ákvörðunar og tilkynningar borgarráðs þar um. Verð á fermetra er 45.000 krónur auk gatnagerðargjalds og er upphæðin alls 183 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG