fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Eyjan

Stjórnarformaður OR réttlætir lántöku til arðgreiðslu: „Kveðið á um að reksturinn skuli skila eigendum arði“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 9. nóvember 2018 11:04

Brynhildur Davíðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, Brynhildur Davíðsdóttir, sendi frá sér tilkynningu í morgun í kjölfar frétta um að OR hefði tekið óhagstætt lán með miklum vaxtakostnaði, til þess að greiða út arð.

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lánið afar óhagstætt og af því hljótist „gríðarlegur “ vaxtakostnaður.

Sjá nánar: Orkuveitan tók lán og greiddi síðan út arð

Brynhildur segir að eigendur hafi notið þess að fjárhagur fyrirtækisins hafi batnað, líkt og notendur þjónustu hafi notið þess í gegnum lækkanir á gjaldskrám:

„Í tilefni ummæla stjórnarmanns í fjölmiðlum í dag bendi ég á að í eigendastefnunni, sem samþykkt var einróma í öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins, er kveðið á um að reksturinn skuli skila eigendum arði. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ber að starfa í samræmi við þennan eindregna vilja allra eigendanna þriggja – Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar – og hefur sett rekstrinum og einstökum þáttum hans arðsemismarkmið.“

Brynhildur segir þau sjónarmið taka mið af mörkum sem sett séu sérleyfisrekstri í lögum og reglugerðum:

„…og metnaði til að samkeppnisrekstur á borð við raforkusölu til stórnotenda sé ábatasamur. Arður er þó ekki greiddur út nema ljóst sé að fjárhagsstaðan leyfi og því hafa arðgreiðsluskilyrði, sex talsins, einnig verið sett. Þau eru almenningi aðgengileg á vefnum. Arðgreiðslur eru því eðlilegur þáttur útgjalda Orkuveitu Reykjavíkur og er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsspám OR, sem eru öllum aðgengilegar. Fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur, þar á meðal lánsfjármögnun, tekur mið af fyrirsjáanlegum tekjum og gjöldum og fjárhagslegum markmiðum í rekstrinum. Sú lántaka, sem sætir gagnrýni í fjölmiðlum í dag, var í fullu samræmi við allt ofangreint.“

Einbeittur vilji til útúrsnúnings

Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar Orkuveitunnar, gagnrýnir Hildi Björnsdóttur fyrir ummæli sín um lántökuna til arðgreiðslunar. Hann segir á Facebook að vissulega hafi verið tekin ný lán, það sé gert á hverju ári og sé eðlilegur liður í fjárstýringu. Hinsvegar hafi meira verið greitt niður af lánum en tekin voru:

„Síðan var greiddur út arður vegna ársins upp á 750 milljónir. Það er ansi lágt endurgjald fyrir að nýta 121,5 milljarð af eigin fé – 0,6%! Arðurinn var einungis 5,6% af hagnaði ársins. Allt liggur þetta fyrir opinberlega og hefur gert í meira en ár. Að túlka þetta sem svo að OR hafi tekið lán til að greiða út arð kallar á einstaklega einbeittan vilja til útúrsnúnings.“

Geri aðrir betur

„Það væri nærtækara að fagna því að fjárhagsstaða OR hafi batnað svo mikið að hægt sé bæði að lækka gjaldskrá og greiða út arð en halda samt áfram að lækka skuldir hratt. Það er einmitt það sem hefur verið gert undanfarið. Í árslok 2017 námu skuldir þannig 167,4 milljörðum og eigið fé 143,9 milljörðum. Eigið fé hækkaði um meira en 22 milljarða á síðasta ári. Skuldir námu 167,4 milljörðum í lok ársins 2017 en voru 240,9 milljarðar í lok ársins 2009. Í lok 2009 var eigið fé líka einungis 40,7 milljarðar. Þannig að á átta árum, 2009-2017, hefur eigið fé vaxið um rúma 100 milljarða – meira en milljarð á mánuði – og skuldir minnkað um 73,5 milljarða – 765 milljónir króna á mánuði. Geri aðrir betur.“

 

Tilkynninging OR í heild sinni:

Frá formanni stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur

Skýr eigendastefna Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 2012 átti mikinn þátt í að það tókst að reisa fjárhag fyrirtækisins við þannig að nú er hann traustur. Þess hafa viðskiptavinir notið með lækkun á ýmsum gjaldskrám síðustu misseri og einnig eigendur sem fengu greiddan arð af rekstrinum árið 2017. Það var í fyrsta skipti um árabil. Í tilefni ummæla stjórnarmanns í fjölmiðlum í dag bendi ég á að í eigendastefnunni, sem samþykkt var einróma í öllum þremur sveitarstjórnum eigenda fyrirtækisins, er kveðið á um að reksturinn skuli skila eigendum arði. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ber að starfa í samræmi við þennan eindregna vilja allra eigendanna þriggja – Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar – og hefur sett rekstrinum og einstökum þáttum hans arðsemismarkmið.

Þau taka meðal annars mið af þeim mörkum sem sett eru sérleyfisrekstri í lögum og reglugerðum og metnaði til að samkeppnisrekstur á borð við raforkusölu til stórnotenda sé ábatasamur. Arður er þó ekki greiddur út nema ljóst sé að fjárhagsstaðan leyfi og því hafa arðgreiðsluskilyrði, sex talsins, einnig verið sett. Þau eru almenningi aðgengileg á vefnum. Arðgreiðslur eru því eðlilegur þáttur útgjalda Orkuveitu Reykjavíkur og er gert ráð fyrir þeim í fjárhagsspám OR, sem eru öllum aðgengilegar. Fjármögnun Orkuveitu Reykjavíkur, þar á meðal lánsfjármögnun, tekur mið af fyrirsjáanlegum tekjum og gjöldum og fjárhagslegum markmiðum í rekstrinum. Sú lántaka, sem sætir gagnrýni í fjölmiðlum í dag, var í fullu samræmi við allt ofangreint.

Brynhildur Davíðsdóttir formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“