fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Eyjan

Öryggisgler sprakk þegar hundruð stjórnenda Reykjavíkurborgar komu saman í Hörpu

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 9. nóvember 2018 09:09

Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. Samsett mynf/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryggisgler í stóra stiganum í Hörpu sprakk þegar hundruð stjórnenda Reykjavíkurborgar stóðu þar á sama tíma. Greint er frá málinu í Fréttablaðinu í dag. Atvikið átti sér stað á stjórnendadögum í Hörpu og segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, að það hafi líklegast verið meira en 300 stjórnendur hjá borginni staðið í stiganum þegar glerið sprakk.

„Mikill fjöldi fólks stóð í stiganum í drjúga stund og er ekki óeðlilegt að stiginn svigni örlítið undan slíkum fjölda sem var líklega meira en 300 manns. En hreyfingin er afskaplega lítil og engin ástæða til að hafa áhyggjur af því,“ hefur Fréttablaðið eftir Svanhildi.

Glerið liggur utan í og undir stóra stiganum í anddyri Hörpu. Svanhildur segir að engin hætta hafi skapast. Tveir samverkandi þættir hafi orðið til þess að glerið sprakk, hart efni hafi rekist í glerið sem og mikill fjöldi sem hafi verið í stiganum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðherra skólaður til í fræðunum: Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn, ekki þingið

Forsætisráðherra skólaður til í fræðunum: Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn, ekki þingið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þórhildur Sunna braut siðareglur – Sögð kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess

Þórhildur Sunna braut siðareglur – Sögð kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja eldhúsið hafa gleymst við hönnun Dalskóla – Börnin látin koma með nesti þvert á grunnskólalög

Segja eldhúsið hafa gleymst við hönnun Dalskóla – Börnin látin koma með nesti þvert á grunnskólalög
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð
Eyjan
Fyrir 4 dögum
Ríki í ríkinu