fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Orkuveitan tók lán og greiddi síðan út arð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 06:00

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkuveita Reykjavíkur tók þriggja milljarða króna lán í árslok 2016 og gat í framhaldi af því greitt út arð til eigenda sinna en arðgreiðslan var 750 milljónir. Á þessu ári hyggst Orkuveitan greiða 1.250 milljónir í arð. Lántaka varð til þess að veltuhlutfjárhlutfall fyrirtækisins hækkaði og þannig var skilyrðum fyrir arðgreiðslum fullnægt.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmanni í Orkuveitunni, að það sé alvarlegt mál að dýr lán séu tekin til þess að hægt sé að greiða arð.

„Þarna er Orkuveitan í raun látin sitja uppi með gríðarlegan vaxtakostnað til þess eins að greiða Reykjavíkurborg arð.“

Er haft eftir Hildi en Reykjavíkurborg á 94 prósenta hlut í Orkuveitunni. Hún segir jafnframt að lánið hafi verið greitt út 30. desember 2016 og sé á verulega óhagstæðum kjörum miðað við þau kjör sem standa Orkuveitunni til boða.

Blaðið hefur eftir Ingvari Stefánssyni, framkvæmdastjóra fjármála Orkuveitunnar, að samkvæmt fjárhagslegum markmiðum og skilyrðum eigi veltufjárhlutfall Orkuveitunnar, sem og sveitarfélaga, að vera yfir 1,0. Lánið hafi verið einn þáttur í að uppfylla þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“