fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Eyjan

„Kannski ættum við ekki að taka of mikið mark á Sigurði Inga sem dýralækni“ – „Hvað segir Framsókn?“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 06:40

Sigurður Ingi jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birti Morgunblaðið grein eftir Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins og ráðherra samgöngu- og sveitastjórnarmála, þar sem hann fjallaði um nýlegan dóm Hæstaréttar um að bann við innflutningi á fersku kjöti brjóti gegn EES-samningnum. Hæstiréttur staðfesti þar dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að halda banninu til streitu væri „vísvitandi og alvarlegt brot á samningsskuldbindingum íslenskra stjórnvalda.“

Þessi grein er tilefni skrifa Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, í Morgunblaðið í dag. Þar segir Ólafur að lögmenn ríkisins hafi í síðustu viku gert réttarsátt vegna máls þar sem fersk egg höfðu verið gerð upptæk í tolli. Ríkið hafi þar viðurkennt bótaskyldu sína. Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hafi lýst því yfir að fyrrnefnt bann verði afnumið.

„Nú virðist sem hann hafi a.m.k. annan samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn ekki lengur að baki sér í þeirri ákvörðun að fara að lögum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. „Framsókn segir nei,“ skrifar Sigurður Ingi í greininni og boðar að Framsóknarflokkurinn muni „leita allra leiða með samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn og á vettvangi Norðurlanda til að koma í veg fyrir að heilsu landsmanna verði fórnað fyrir skammtímahagsmuni.“

Segir Ólafur um skrif Sigurðar Inga og segir að Sigurður fari ekki rétt með forsögu málsins. Hann gefi í skyn að einstakir kaupmenn og heildsalar hafi einir lengi barist fyrir því að opna landið fyrir innflutningi erlendra matvæla, nú síðast hráu kjöti. Þetta segir Ólafur ekki passa við staðreyndirnar sem séu þær að íslensk stjórnvöld hafi samið við ESB um að taka matvælalöggjöf sambandsins upp hér á landi.

„Það þýðir meðal annars að sömu lög og reglur gilda um matvælaeftirlit á öllu svæðinu og matvörur eru í frjálsu flæði innan þess. Heilbrigðiseftirlitið fer fram á upprunastað en matvörur eru undanþegnar heilbrigðiseftirliti á landamærum, nema þá stikkprufum. Jafnframt eru í gildi ýtarlegar varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir smit milli landa ef dýrasjúkdómar eða matarsýkingar koma upp. Það var ekki samið um búvörur í tómarúmi; samningar náðust um að það sama gilti um sjávarafurðir, en það er auðvitað gífurlegt hagsmunamál fyrir íslenzkan sjávarútveg. Samningarnir um upptöku matvælalöggjafarinnar í EESsamninginn voru í grundvallaratriðum frágengnir í landbúnaðarráðherratíð Guðna Ágústssonar, forvera Sigurðar Inga á formannsstóli Framsóknarflokksins, þótt hann vilji reyndar ekki kannast við það í seinni tíð.“

Ólafur fjallar því næst um niðurstöðu Halldórs Runólfssonar, þáverandi yfirdýralæknis, sem vann vísindalega ráðgjöf fyrir stjórnvöld vegna samninganna.

„Þannig var niðurstaða Halldórs Runólfssonar, þáverandi yfirdýralæknis: „Eins og málum er nú háttað þá eru, að mati yfirdýralæknis, meiri líkur á að hingað berist framandi dýrasjúkdómar með fólki heldur en með löglega innfluttu hráu kjöti. Ekki eru miklar líkur á að lýðheilsu verði stefnt í aukna hættu með umræddum breytingum, að því gefnu að gerðar verði ráðstafanir til að stemma stigu við innflutningi á kjúklingakjöti menguðu af kamfýlóbakter.“

Segir Ólafur og víkur því næst penna að Sigurði Inga og málflutningi hans og menntun.

„Þetta er ekki í neinu samræmi við spádóma Sigurðar Inga um að heilsu bæði búfjár og manna (hinna síðarnefndu vegna vaxandi sýklalyfjaónæmis) sé í hættu stefnt vegna innflutnings á fersku kjöti. Ráðherrann dregur upp dýralæknismenntun sína í greinarskrifunum. Hann spáði því reyndar líka árið 2012, þegar ákveðið var að ferðamenn mættu hafa með sér eitt kíló af osti úr ógerilsneyddri mjólk til landsins, að það myndi hafa „alvarlegar afleiðingar“ og væri „óskiljanleg“ ráðstöfun. Hér erum við nú samt rúmum sex árum síðar og ekki hefur orðið vart við heilsubrest hjá mönnum eða skepnum vegna þessa ostainnflutnings, sem Sigurður Ingi taldi „óhóflegan“, þannig að kannski ættum við ekki að taka of mikið mark á honum sem dýralækni.“

Í lok greinar sinnar varpar Ólafur fram nokkrum spurningum til Framsóknarflokksins sem hann segir að gott væri að fá svör við.

„1. Telur Framsóknarflokkurinn það heiðarlegt að standa ekki við gerða samninga? 2. Hvert er réttaröryggi fyrirtækja þegar bæði æðsti dómstóll landsins og alþjóðlegur dómstóll hafa komizt að sömu niðurstöðu um að lög séu brotin á þeim, en stjórnmálamenn lýsa því yfir að þeir muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hafa hana að engu? 3. Er Framsóknarflokkurinn reiðubúinn að halda áfram að brjóta EES-samninginn hvað varðar innflutning á ferskum búvörum og stefna þannig í hættu hagsmunum íslenzks sjávarútvegs af hindrunarlausum útflutningi á fiski til EESríkja? 4. Hvernig hyggst Framsóknarflokkurinn berjast gegn þeirri hættu sem steðjar að dýrastofnum og fólki vegna aukinna ferðalaga fólks á milli landa og vísindamenn eru sammála um að sé miklu stærri ógn en löglegur innflutningur á mat? Ætlar flokkurinn að berjast fyrir hömlum á ferðalög?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“